Þæfingur á Hellisheiði

Photo/mbl.is

Þau eru nokkuð snögg umskiptin og með kólnandi veðri um land allt eru líkur á éljum, en þó ekki suðaustanlands. Bleytan á vegyfirborði frýs og launhált verður því, sérstaklega sunnan- og vestantil, segir í athugasemd veðurfræðings Vegagerðarinnar.

Þæfingur er á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum, eins er þæfingur á Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði og á Laugarvatnsvegi. Hálka er á Reykjanesbraut og á höfuðborgarsvæðinu. Snjóþekja og hálka er á Suður- og Suðausturlandi.

Snjóþekja og hálka er á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum er þungfært á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum og á Innstrandavegi. Þungfært og éljagangur er á Hálfdáni en snjóþekja og éljagangur á Mikladal.

Á Norðurlandi er hálka og snjóþekja en þungfært og stórhríð á Tjörnesi, Hálsum og Hófaskarði. Éljagangur eða snjókoma mjög víða.

Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert