Boða aukna styrki til rannsókna

Olíuborpallur í Norðursjó.
Olíuborpallur í Norðursjó. Þorkell Þorkelsson

Í frumvarpi til fjáraukalaga er gert ráð fyrir auknum fjárheimildum hjá Kolvetnisrannsóknasjóði og hjá Einkaleyfastofu. Tekjur Einkaleyfastofu hafa farið fram úr áætlunum og samfara auknum tekjum frá rannsóknarleyfishöfum er farið fram á 38 m.kr. fjárheimild hjá Kolefnisrannsóknasjóði.

Kolefnisrannsóknasjóður var stofnaður árið 2008 og hefur innheimt fé frá leyfishöfum til olíuleitar á landgrunni Íslands. Árið 2015 hafa tveir aðilar greitt samtals 10 m.kr. í árgjöld, samanborið við 16 m.kr. í fyrra og 12 m.kr. þar áður.

Í ár var úthlutað alls 11,1 m.kr. í febrúar til jarðgrunnsrannsókna og rannsókna á almannaáliti á olíuvinnslu við Ísland, samkvæmt vefsíðu sjóðsins.

Aukin umsvif hjá Einkaleyfastofu

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 84,7 m.kr. hækkun á framlagi til Einkaleyfastofu. Í frumvarpinu kemur fram að hækkunin sé tilkomin vegna töluverðrar aukningar á innheimtum gjöldum stofnunarinnar, sem stendur undir fjármögnun annarra sviða stofunnar en faggildingarsviði.

Gert var ráð fyrir 276 m.kr. tekjum hjá stofnuninni í ár í gildandi fjárlögum en í endurskoðaðri áætlun stofnunarinnar er gert ráð fyrir tekjum upp á 360,7 m.kr.. Í frumvarpinu er því lagt til að stofnuninni verði heimilað að verja mismuninum, 84,7 m.kr., til lögboðinna verkefna sinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert