Borgarbúar henda 5.800 tonnum af mat

Matarsóun kann að vera meiri.
Matarsóun kann að vera meiri. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Forrannsókn á matarsóun heimila í Reykjavík bendir til að a.m.k. 5.800 tonnum af mat og drykk sé hent af reykvískum heimilum árlega, en 17 heimili tóku þátt í rannsókninni.

Þetta samsvarar a.m.k. 4,5 milljörðum króna, að því er fram kemur í niðurstöðum rannsóknar á matarsóun, en það var Landvernd sem gerði rannsóknina í samvinnu við Reykjavíkurborg. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag telja rannsakendur matið varfærið og að matarsóun kunni að vera enn meiri, en frekari rannsóknir vanti.

Samkvæmt mælingum inni á sautján heimilum hendir hver einstaklingur um 48 kílóum á ári sem gerir um 150 þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Sú upphæð dugar fyrir einu kílói af lambakótelettum og léttu meðlæti í hverri viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert