Kveikt á jólatrénu á Ráðhústorgi

Barna- og æskulýðskór Glerárkirkju söng undir stjórn Margrétar Árnadóttur, þegar …
Barna- og æskulýðskór Glerárkirkju söng undir stjórn Margrétar Árnadóttur, þegar ljósin voru kveikt á jólatrénu á Ráðhústorgi í dag. Skapti Hallgrímsson

Ljósin voru kveikt á jólatrénu á Ráðhústorgi á Akureyri síðdegis. Tréð er að vanda gjöf frá vinabænum Randers í Danmörku og það var Mette Kjuel Nielssen, sendiherra Dana á Íslandi, afhenti tréð og þriggja ára strákur, Oliver Atlas Petersen kveikti ljósin. Sendiherrann flutti ávarp á samkomunni, eins og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri. 

Áður en athöfnin hófst lék Lúðrasveit Akureyrar undir stjórn Gert-Ott Kuldpärg nokkur jólalög, Barna- og æskulýðskór Glerárkirkju söng undir stjórn Margrétar Árnadóttur og jólasveinninn Hurðaskellir og tveir bræðra hans voru á staðnum, sungu og skemmtu börnunum.

Hurðaskellir og tveir bræðra hans sungu fyrir og með börnunum.
Hurðaskellir og tveir bræðra hans sungu fyrir og með börnunum. Skapti Hallgrímsson
Ljósin voru kveikt á jólatrénu á Ráðhústorgi á Akureyri síðdegis.
Ljósin voru kveikt á jólatrénu á Ráðhústorgi á Akureyri síðdegis. mbl.is/Skapti
mbl.is/Skapti
Oliver Atlas Petersen, þriggja ára, kveikir ljósin á trénu með …
Oliver Atlas Petersen, þriggja ára, kveikir ljósin á trénu með aðstoð ömmu sinnar. Til vinstri er Mette Kjuel Nielssen, sendiherra Dana á Íslandi, sem afhenti tréð frá íbúum Randers. Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert