Meiri lyfjanotkun en búist var við

Lyfjanotkun í ár er meiri en gert var ráð fyrir.
Lyfjanotkun í ár er meiri en gert var ráð fyrir. Eggert Jóhannesson

Í frumvarpi til fjáraukalaga er lögð til hækkun á fjárheimildum til lyfjakaupa um 7% eða 570 m.kr.. Þá er lagt til að 165 m.kr. hækkun fjárheimilda komi til vegna útgjalda til sjúkraþjálfunar og 200 m.kr. til tannlækninga ellilífeyrisþega.

Hækkunin til lyfjakaupa kemur til í kjölfar endurmats Sjúktratrygginga Íslands á lyfjakostnaði á árinu. Nú er gert ráð fyrir 470 m.kr. aukalega til liðsins auk þeirra 100 m.kr. sem þegar hefur verið lagt til að hækka fjárheimildir um. Meðal skýringa á hækkuninni er það að lyfjanotkun í ár er sögð hafa verið mun meiri en gert var ráð fyrir.

Komum til sjúkraþjálfara hefur fjölgað um 5% á árinu og sjúklingum um 3,5% en einföldum meðferðum fækkað. Þetta er sagt í frumvarpinu benda til þess að tilfærsla hafi átt sér stað í dýrari meðferðarform úr einfaldari meðferðum í kjölfar nýs samnings við sjúkraþjálfara í fyrra. Í þeim samningum er sagt hafa verið gert ráð fyrir 3,5% hækkun einingaverðs en þegar upp var staðið hafi hækkunin orðið 5%.

Mikil aukning er sögð hafa orðið í tannlækningum aldraðra og er farið fram á 200 m.kr. aukningu fjárheimilda þess vegna. Að hluta til er þó talið að kostnaðaraukningin sé hluti af aukinni rafvæðingu sem leiði til þess að stærri hluti kostnaðar komi fram hjá sjúktratryggingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert