Mesti snjór á landinu í Reykjavík

Hressilega hafði snjóað þegar borgarbúar komu út í gærmorgun og …
Hressilega hafði snjóað þegar borgarbúar komu út í gærmorgun og heldur bætti í er leið á daginn. mbl.is/Árni Sæberg

Í gærmorgun var jörð alhvít í fyrsta sinn á þessu hausti í Reykjavík. Snjódýptin var sú fjórða mesta í Reykjavík frá því Veðurstofan var stofnuð árið 1920.

„Og það munar aldeilis um það. Snjódýptin var mæld 21 cm sem er sú mesta á landinu ásamt Ólafsfirði. En Ólafsfjörður er snjóasveit en Reykjavik er snjóléttur staður og þar er sárasjaldan mestur snjór á öllu landinu einhvern dag,“ ritar Sigurður Þór Guðjónsson veðursagnfræðingar á Moggabloggið í gær.

Síðast var alhvítt í höfuðborginni 11. apríl í vor og hefur því verið snjólaust í 228 daga, 24 dögum lengur en meðaltal þessarar aldar og 28 dögum lengur en meðaltalið frá og með 1949, segir Sigurður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert