Skólastjórar fá svartapétur

Skólastjórnendur í borginni segjast ekki geta skorið meira niður.
Skólastjórnendur í borginni segjast ekki geta skorið meira niður. mbl.is/Styrmir Kári

Skólastjórnendur í Reykjavík eru uggandi vegna niðurskurðar Reykjavíkurborgar til skóla- og frístundasviðs sem er um 669 milljónir króna á næsta ári.

Fjórir skólastjórnendur sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag telja að ekki væri hægt að skera meira niður til grunnskólanna án þess að það kæmi niður á þjónustunni.

„Það verður ekki skorið meira niður í grunnskólunum nema stjórnmálamenn fylgi því úr hlaði og tilkynni íbúum í Reykjavík að það þýði minni þjónustu. Við skólastjórnendur sitjum uppi með svartapétur því við eigum að uppfylla þjónustuloforð Reykjavíkurborgar,“ segir Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert