Bréfberar kalla eftir salti

Líkt og landsmenn vita hefur snjóað talsvert að undanförnu og er færð því erfið víðast hvar. Geta sökum þessa bréfberar Póstsins átt erfitt með að komast að húsum og póstkössum vegna snjóa og hálku. Biður Pósturinn því almenning um að huga að aðgengi.

„Gott aðgengi skiptir mjög miklu máli en á mörgum stöðum geta aðstæður verið hættulegar,“ segir í tilkynningu sem Pósturinn hefur sent frá sér. Er í henni fólk beðið um að moka snjó og salta við hús og innkeyrslur.

„Aðstoð landsmanna við bréfbera mun hjálpa Póstinum að koma sendingum örugglega til skila á sem fljótlegastan hátt.“

Bréfberar eru ekki þeir einu sem beðið hafa almenning um aðstoð því borgarbúar voru einnig beðnir um að moka frá sorptunnum sínum og greiða aðgengi að þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert