Fjölmenni á aðventustund í Grafarvogskirkju

Frá aðventustundinni í kvöld.
Frá aðventustundinni í kvöld. Eggert Jóhannesson

Mikill fjöldi fólks var mættur á aðventustund í Grafarvogskirkju í kvöld þegar fyrsta aðventukertið var tendrað. Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti hugleiðingu, fermingarbörn fluttu helgileik og kórar kirkjunnar sungu jólalög undir stjórn organistana og kórstjórana Hákonar Leifssonar, Hilmars Arnars Agnarssonar og Margrétar Pálmadóttur.

Guðrún Gígja Aradóttir, nemi í Tónlistarskóla Grafarvogs, lék einnig einleik á fiðlu undir stjórn kennara síns Auðar Hafsteinsdóttur og að lokum fluttu prestar safnaðarins friðarbænir á aðventu.

Fyrsta aðventukertið nefnist spádómskertið og minnir það á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins um komu frelsarans. Annað kertið nefnist Betlehemskertið, en það á að minna á fæðingu Jesús í Betlehem. Þriðja kertið nefnist svo hirðakertið. Það vísar til fjárhirðanna sem fengu tíðindin af fæðingu Jesús á undan öðrum. Fjórða og síðasta kertið nefnist englakertið og minnir á þá sem báru mannheimi fregnirnar.

Fermingarbörn með kerti á aðventustund í Grafarvogskirkju.
Fermingarbörn með kerti á aðventustund í Grafarvogskirkju. Eggert Jóhannesson



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert