Jólatré framtíðar skoðuð í Heiðmörk

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Kamsy aðstoðarborgarstjóri í Ósló.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Kamsy aðstoðarborgarstjóri í Ósló. Ljósmynd/Af Facebook

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Khamshajiny Gunaratnam, aðstoðarborgarstjóri í Ósló, sóttu Heiðmörk heim í dag. Tók þar fulltrúi Skógræktarfélags Reykjavíkur á móti þeim og sýndi grenitré í Norðmannalundi, en Ósló mun á næsta ári gefa Reykvíkingum tré þaðan. Kveikt var á síðasta jólatrénu frá Noregi á Austurvelli í dag.

„Við höldum í hefðina en sækjum trén í Heiðmörk en fáum áfram fulltrúa Oslóar til að vera með okkur á Austurvelli,“ segir Dagur B. á Facebook-síðu og bætir því við að gullfallegur dagur hafi verið þegar hann og Khamshajiny, sem gjarnan er kölluð Kamsy, heimsóttu Heiðmörk.

Kamsy er ein þeirra sem stödd voru í Útey þegar vopnaður ódæðismaður hóf þar skothríð á bjargarlaust fólk. Komst hún lífs af með því að stinga sér til sunds.

Dagur B. og Kamsy heimsóttu því einnig minningarlundinn um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi 22. júlí 2011, en lundurinn er við jaðar friðaða svæðisins í Vatnsmýrinni, skammt frá Norræna húsinu.

„Það var fallegt og friðsælt að heimsækja minningarlundinn um fórnarlömbin í Útey og Osló með Khamsy, varaborgarstjóra Oslóar, sem bjargaði sér á sundi frá Útey og var ein þeirra sem lifðu voðaverkin af. Lundurinn þar sem gróðursettar voru 77 bjarkir og 8 reynitré, eitt fyrir hver fórnarlamb, mun verða fallegri með hverju ári,“ segir Dagur B. á Facebook-síðu sinni.

Reunited with my man, Mayor Of Reykjavik, Dagur Bergþóruson Eggertsson.

Posted by Khamshajiny Gunaratnam on Sunday, November 29, 2015

Gullfallegur dagur í Heiðmörk þar sem Skógræktarfélag Reykjavíkur sýndi mér og Kamsy varaborgarstjóra Osló falleg...

Posted by Dagur B. Eggertsson on Sunday, November 29, 2015

Það var fallegt og friðsælt að heimsækja minningarlundinn um fórnarlömbin í Útey og Osló með Khamsy varaborgarstjóra Osl...

Posted by Dagur B. Eggertsson on Sunday, November 29, 2015
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert