Dældu sjó úr sökkvandi báti

Frá Reykjavíkurhöfn við Grandagarð. Myndin er úr safni og tengist …
Frá Reykjavíkurhöfn við Grandagarð. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Ljósmynd/Íslenski sjávarklasinn

Slökkviliðsmenn höfuðborgarsvæðisins aðstoðuðu eiganda timburbáts sem liggur við Reykjavíkurhöfn úti á Grandagarði við að dæla sjó upp úr bátnum í dag. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins kom leki á bátinn og var hann byrjaður að fyllast af sjó.

Kallað var á slökkviliðið þegar báturinn var byrjaður að halla. Þá var um metradjúpur sjór búinn að fylla bátinn, að sögn slökkviliðs. Svo virðist sem að dæla í honum hafi bilað.

Báturinn er enn á floti, að sögn slökkviliðs sem aðstoðaði við að dæla sjónum úr bátnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert