Fengu ekkert tilboð á fundi í London

Loðnuskip að veiðum.
Loðnuskip að veiðum. mbl.is/Golli

Enginn árangur varð af fundi strandríkja í Norður-Atlantshafi um makríl, norsk-íslenska síld og kolmunna í London í síðustu viku.

Að sögn Jóhanns Guðmundssonar, skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, boðuðu Noregur, Færeyjar og Evrópuambandið til fundarins.

Þessir aðilar hafa nú þegar samið sín á milli um skiptingu á 895 þúsund tonna makrílkvóta fyrir næsta ár. Eftir standa 15,6% af heildaraflamarki næsta árs sem skiptast áttu á milli Íslands, Rússlands og Grænlands.

„Markmiðið hjá þeim var það að hin ríkin myndu skipta því á milli sín sem var eftir. Það tókst hins vegar ekki betur en svo að ekkert tilboð kom til Íslendinga. Því kom ekkert út úr þessu. Nákvæmlega ekkert,“ segir Jóhann í Morgunblaðinu  í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert