Heill bekkur eingöngu skipaður Kínverjum

Það var létt yfir hópnum í Ferðamálaskólanum á föstudag þó …
Það var létt yfir hópnum í Ferðamálaskólanum á föstudag þó svo að íslensk vetrarfærð hafi gert það að verkum að nokkur forföll voru. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ætli það hafi gerst í nokkrum skóla hér á landi áður að heill bekkur sé eingöngu skipaður Kínverjum, ég efast um það,“ segir Friðjón Sæmundsson, skólastjóri Ferðamálaskóla Íslands.

Í leiðsögunámi í skólanum eru nú 28 Kínverjar meðal nemenda og fólk af kínversku bergi brotið. Kennslan fer fram á kínversku og áherslan er lögð á land, sögu, menningu og náttúru.

„Þetta fólk er allt búsett hér á landi og er á aldrinum frá tvítugu og þau elstu eru á sextugsaldri,“ segir Friðjón í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert