Svartabylur og leiðindi

Sveindís Guðfinnsdóttir í Kjörvogi.
Sveindís Guðfinnsdóttir í Kjörvogi. Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta er alvanalegt vetrarveður,“ segir Sveindís Guðfinnsdóttir, bóndi og flugvallarstjóri í Kjörvogi í Árneshreppi á Ströndum.

Leiðin þangað norður er nú ófær, en verður væntanlega rudd á þriðjudaginn ef veður leyfir.

Ekki hefur verið flogið til Gjögurs í tæpa viku. Flug Ernis, sem var á áætlun síðastliðinn föstudag, féll þá niður vegna snjókomu. „Leiðindi í veðrinu hófust fyrir helgina og standa enn og núna er hér svartabylur. En það væsir ekkert um okkur,“ segir Sveindís í Morgun blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert