Þæfingur og hálka

Það er víst örugglega kominn vetur.
Það er víst örugglega kominn vetur. mbl.is/Rax

Lokað er um Siglufjarðarveg og Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða og snjóflóðahættu. Þá er ófært á Innstrandavegi og frá Drangsnesi norður í Árneshrepp. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði verða opnaðar upp úr hádegi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir einnig:

Lokað

Lokað er um Siglufjarðarveg og Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða og snjóflóðahættu.

Færð og aðstæður

Hálkublettir eru á Reykjanesbraut en hálka á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka eða hálkublettir og sumstaðar snjóþekja er á vegum á Suður- og Suðvesturlandi.

Þæfingur er á Holtavörðuheiði en snjóþekja er á Bröttubrekku. Annars er snjóþekja, hálka eða hálkublettir á Vesturlandi og eitthvað um éljagang.

Þæfingur er á Gemlufallsheiði. Ófært er á Innstrandavegi og frá Drangsnesi norður í Árneshrepp. Annars er hálka, snjóþekja og víða éljagangur á Vestfjörðum. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði verða opnaðar í dag og verða opnar upp úr hádegi.

Á Norðvesturlandi er hálka, snjóþekja og víða éljagangur.

Þæfingur er í Öxnadal. Annars er snjóþekja, hálka og éljagangur á Norðausturlandi.

Á Austurlandi er hálka, snjóþekja og éljagangur.

Hálka og hálkublettir eru á Suðausturlandi.


Töluvert hefur snjóað á svæðinu undanfarið og er mikill snjór á götum Akureyrarbæjar þegar þetta er skráð. Hreinsun...

Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Sunday, 29 November 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert