Varð fyrir bíl í Hraunbæ

mbl.is/Þórður

Karlmaður á fimmtugsaldri varð fyrir bíl í Hraunbæ rétt eftir kl. 7 í morgun. Atvikið gerðist með þeim hætti að maðurinn var að ganga meðfram bifreið sinni og hugðist setjast í ökumannssætið.  Þá kom dökk bifreið á mikilli ferð, samkvæmt upplýsingum vitna, vestur götuna.  

Bifreiðinni var ekið utan í manninn sem kastaðist í götuna. Ökumaður dökku bifreiðarinnar ók rakleitt á brott og hafði ekki gefið sig fram. Maðurinn sem varð fyrir bifreiðinni kom sér sjálfur á slysadeild og var hann eitthvað lemstraður.  

Ekki eru frekari upplýsingar um meiðsl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert