Veður gæti raskað skólastarfi

Röskun getur orðið á skólastarfi á höfuðborgarsvæðinu.
Röskun getur orðið á skólastarfi á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Golli

Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun, þriðjudaginn 1. desember, bendir til þess að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla og að röskun gæti orðið á starfi grunnskólanna. Þetta kemur fram í „áríðandi tilkynningu“ frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Frétt mbl.is: Viðvörun vegna óveðurs

Foreldrar eru því beðnir að fylgjast vel með veðurspám og tilkynningum í fjölmiðlum. Nánari upplýsingar um tilmæli um viðbrögð foreldra og forráðamanna er að finna hér.

Veðurstofan spáir vaxandi austanátt í nótt og 15-23 metrum á sekúndu um hádegi. Hvassast verður við SV-ströndina og skafrenningur í fyrramálið, en síðan snjókoma. Búist er við mikilli snjókomu og skafrenningi á höfðuborgarsvæðinu á morgun og frosti víða á bilinu 1 til 8 stig. 

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert