45.000 séð Hvað ef?

Eldborgarsalurinn var þétt setinn í gær.
Eldborgarsalurinn var þétt setinn í gær. Ljósmynd/Íslandsbanki

Skemmtifræðslan „Hvað ef” var sett þrisvar sinnum á svið í Eldborg í Hörpu í gær en 45.000 manns hafa séð sýninguna á undanförnum tíu árum.

„Hvað ef?“ skemmtifræðslan er leiksýning sem notast við leik, söng, ljóð og tónlist til fræðslu þar sem farið er yfir staðreyndir varðandi neyslu vímuefna, eineltis, sjálfsmorða og fleira.

Í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka, bakhjarli sýningarinnar segir að markmið hennar sé að sýna unglingum fram á að þeir hafi val og að sakleysislegar stundarhrifsákvarðanir geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.


„Eftir að síðustu sýningu lauk í gær stigu á svið stelpurnar úr Hagaskóla sem unnu Skrekk á dögunum og vöktu verðskuldaða athygli. Leikararnir sem setja upp sýninguna „Hvað ef?“ eru Kolbeinn Arnbjörnsson, Thelma Marín Jónsdóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Gunnar Sigurðsson sáu um leikstjórn. Á síðustu tíu árum hefur nemendum í 9. og 10. bekk grunnskóla á landinu staðið til boða að sækja sýninguna og hafa viðbrögðin verið mikil. Íslandsbanki hefur verið stoltur bakhjarl sýningarinnar síðustu fjögur ár.

Úr sýningunni Hvað ef?
Úr sýningunni Hvað ef? Ljósmynd/ Íslandsbanki
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert