Engar viðræður í gangi hjá ríkissáttasemjara

Rio Tinto Alcan á álverið í Straumsvík.
Rio Tinto Alcan á álverið í Straumsvík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fulltrúar samninganefndar Rio Tinto Alcan eru ekki lengur í húsi hjá ríkissáttasemjara í samningaviðræðum við starfsmenn.

Þetta staðfesti Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto, í samtali við mbl.is. Hann vildi þó ekki staðfesta að öruggt væri að verkfall myndi skella á á miðnætti eins og allt virðist benda til. 

„Við erum ekki þar,“ segir Ólafur Teitur. „Staðan er óbreytt og við getum ekkert tjáð okkur um málið frekar. Við  höfum að sjálfsögðu ekki gefið upp vonina um að verkfalli verði aflýst, en staðan er óbreytt,“ segir Ólafur. 

Að hans sögn fóru engar formlegar viðræður af stað í kvöld og voru samskiptin í formi óformlegs spjalls. 

Uppfært 21:54 

Samninganefnd starfsmanna álversins er enn í húsi hjá ríkissáttasemjara. Óljóst er hvað er til umræðu en þó má leiða líkum að því að fyrirhugað verkfall sem mun að óbreyttu hefjast á miðnætti sé rætt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert