Fólk hlustaði og því gekk vel

Björgunarsveitir hafa aðstoðað tugi bílstjóra í dag.
Björgunarsveitir hafa aðstoðað tugi bílstjóra í dag. mbl.is/Eva Björk

Þrátt fyrir að losa hafi þurft tugi bíla á höfuðborgarsvæðinu er hægt að segja að dagurinn hafi gengið nokkuð vel fyrir sig.

Aðgerðarstjórn í Skógarhlíð segir fólk hafa hlustað á skilaboð frá viðbragðsaðilum, fjölmiðlum og öðrum vegna óveðursins sem gengur yfir landið í dag, tekið mark á þeim og því með sameiginlegu átaki tekist að halda stöðunni góðri.

„Einmitt vegna þess að fólk hlustaði á á skilaboðin höfum við náð að halda þessu mjög skikkanlegu. Það er nóg að gera en hefði getað verið margfalt verra. Þegar snjómoksturstækin eru ekki bundin af föstum bílum getum við rutt,“ segir Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert