Fundað í kjaradeilu Rio Tinto

Frá ríkissáttasemjara.
Frá ríkissáttasemjara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundur stendur nú yfir í kjaradeilu starfsmanna álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík í húsnæði ríkissáttasemjara en boðað verkfall hefst á miðnætti náist ekki að semja. Fundurinn hófst klukkan 18 að því segir í kvöldfréttum RÚV og Stöðvar 2.

Sam­komu­lag ál­vers­ins og starfs­manna kveður á um að starfs­menn mæti til vinnu í tvær vik­ur eft­ir að verk­fallið skell­ur á til þess að slökkva á 480 ker­um ál­vers­ins. Í samtali við mbl.is í dag sagði Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi, að ef til verkfalls kæmi yrði byrjað að slökkva á kerjunum á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert