Innanlandsflug liggur niðri

Flugfélag Íslands
Flugfélag Íslands mbl.is/Hjörtur

Áætlanir Flugfélags Íslands eru farnar að raskast vegna veðursins sem nú geisar á landinu. Næst verður athugað með flug til og frá Egilsstöðum, Akureyri og Ísafirði kl. 11.05. Ein vél fór frá Reykjavík til Akureyrar kl. rúmlega sjö í morgun.

Fjórar ferðir flugfélagsins Ernis hafa verið felldar niður. Hér má fylgjast með áætlun flugfélagsins

Svo virðist sem allt flug frá Keflavíkurflugvelli sé á áætlun enn sem komið er. 

Farþegar ættu að fylgjast grannt með komu- og brottfararáætlunum Keflavíkurflugvallar og Flugfélags Íslands í dag og gera ráð fyrir að heldur lengri tíma taki að komast út á völl en venjulega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert