Ólíklegt að skólum verði lokað

Mun færri bílar eru á götum borgarinnar en venjulega á …
Mun færri bílar eru á götum borgarinnar en venjulega á þessum tíma, að sögn ljósmyndara mbl.is. Þessi mynd var tekin í Ögurhvarfi rétt í þessu. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er bara rólegt, alla vegna enn sem komið er,“ segir Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður um stöðu mála á höfuðborgarsvæðinu en aðgerðastjórn hefur verið virkjuð í Skógarhlíð vegna yfirvofandi veðurofsa.

Að sögn Þóris var byrjað að skafa duglega um hálf sjö í morgun en gert er ráð fyrir að verulega bæti í vind á höfuðborgarsvæðinu milli kl. 8 og 9.

„Skólar eru de facto opnir og ég á bágt með að trúa að það raskist úr þessu,“ segir Þórir um skólastarf í Reykjavík í dag. Hann segir að skólunum sé haldið opnum til að tryggja að enginn komi að lokuðum dyrum en það sé undir foreldrum komið hvort þeir senda börnin af stað.

Lögregla vill ítreka fyrir fólki að vera ekki á ferðinni nema á ökutækjum sem útbúin eru fyrir vetrarfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert