Saxa á forskot Icelandair

WOW air hefur saxað á forskot Icelandair.
WOW air hefur saxað á forskot Icelandair. Mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfélögin Wow air og easyJet hafa saxað verulega á forskot Icelandair yfir fjölda áætlunarferða frá Keflavíkurflugvelli síðan þau bættust í hóp flugfélaga á vellinum árið 2012.

Í nóvember það ár stóðu WOW air og easyJet samanlagt fyrir níundu hverri brottför frá flugvellinum. Í síðasta mánuði var aftur á móti fjórða hver farþegaflugvél við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á vegum þessara flugfélaga, að því er kemur fram á Turisti.is.

Samanlagt vægi félaganna á flugvellinum nemur um 27 prósentum. Hlutdeild Icelandair hefur að sama skapi dregist verulega saman, eða úr tæpum 82 prósentum niður í 64,5 prósent. Á þessum tíma hefur Icelandair fjölgað ferðum sínum umtalsvert en þó hlutfallslega minna en WOW air og EasyJet.

Yfir vetrarmánuðina eru samanlagt eru níu af hverjum tíu áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli á vegum Icelandair, WOW air og easyJet.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert