„Þetta fólk á að skammast sín“

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Vigdís Hauksdóttir er, eins og við öll, langt frá því að vera hafin yfir gagnrýni. Sjálfur er ég oft ósammála henni. Vigdís Hauksdóttir er hins vegar heiðarlegur stjórnmálamaður og hún er trú sinni sannfæringu. Það væri óskandi að hægt væri að segja það sama um marga þá sem hafa hæst í umræðunni.

Þetta segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann kemur flokksystur sinni, Vigdísi Hauksdóttur þingmanni flokksins og formanni fjárlaganefndar Alþingis, til varnar. Karl bendir á að ýmsir hafi síðasta sólarhringinn „pönkast sem mest“ á Vigdísi. Húrrahrópin hafi verið mest þegar spörkin hafi verið sem föstust.

Frétt mbl.is: Ætlar ekki að biðjast afsökunar

„Þannig hefur Vigdís verið hædd, hún sökuð um óþolandi framgöngu, auk þess sem talað er um persónulegt skítkast hennar, að það þurfi að sjúkdómsgreina hana o.s.frv. Fyrrverandi ráðherra vill ráða sálfræðing í áfallahjálp. Fjölmiðlarýnir talar um óttastjórnun,“ segir Karl ennfremur. það væri óskandi segir hann að fleiri væru trúir sinni sannfæringu.

„Fólk sem hikar ekki við að ráðast að æru annarra. Fólk sem telur allt leyfilegt þegar Vigdís Hauksdóttir á í hlut. Þetta fólk á að skammast sín. En það eru litlar líkur á að það taki skömmina til sín.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert