Þjónustumiðstöð vestan vegar

Áætlað er að um 320 þúsund manns komi að Seljalandsfossi …
Áætlað er að um 320 þúsund manns komi að Seljalandsfossi á ári. Vinsælt er að ganga á bak við fossinn. mbl.is/Brynjar Gauti

Tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið við Seljalandsfoss og Hamragarða gerir ráð fyrir að þjónustumiðstöð og bílastæði verði vestan núverandi Þórsmerkurvegar.

Jafnframt er gert ráð fyrir að Þórsmerkurvegur verði færður vestur fyrir þjónustumiðstöðina, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Starfshópur á vegum Rangárþings eystra hefur unnið að deiliskipulagi svæðisins í samráði við aðra landeigendur. Hópurinn kynnti tillögu sína á opnum íbúafundi í gær. Meðal markmiða skipulagsins er að bæta aðstöðu ferðamanna en um leið að draga úr álagi á viðkvæm svæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert