Veðurspár hafa gengið eftir

Björgunarsveitir að störfum í morgun.
Björgunarsveitir að störfum í morgun. mbl.is/Eva Björk

Veðurspár fyrir daginn í dag hafa gengið eftir að mestu leyti samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Farið er að draga úr vindi á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu en enn á eftir að bæta í snjókomuna. 

Veðrið færist nú yfir á Norð- og Norðausturland. Á morgun er búist við vonskuveðri á Norðurlandi frameftir degi.

Frétt mbl.is: Óveður víða

Veðurhorfur næsta sólarhringinn:

Gengur í austan 15-25 m/s með snjókomu og skafrenningi, fyrst SV-lands, en síðar einnig á N- og A-landi. Snýst í mun hægari vestanátt S- og V-lands seinni partinn. Suðvestan 8-13 og víða él á morgun, en vestan og norðvestan 15-23 og snjókoma NA-til fram eftir degi. Frost víða 0 til 8 stig, en frostlaust SA-ströndinni um tíma í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert