Verkfall í álverinu í Straumsvík á miðnætti ef ekki semst

Ljósmynd/Alcan

Eftir árangurlausan fund í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík er útlit fyrir að verkfall hefjist á miðnætti í kvöld en ekki hefur verið boðaður annar fundur í deilunni.

Að sögn Ólafs Teits Guðnasonar, talsmanns Rio Tinto á Íslandi, mæta starfsmenn til vinnu á morgun þó svo að verkfall skelli á, en samkomulag álversins og starfsmanna kveður á um að starfsmenn mæti til vinnu í tvær vikur eftir að verkfall skellur á til þess að slökkva á 480 kerum álversins.

Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið fund gærdagsins hafa verið mjög stuttan og árangurslausan. Hann segir afstöðu samninganefndarinnar óbreytta, starfsmenn ætli að standa fast á því að nýjar heimildir til verktöku verði ekki heimilaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert