Vilja kanna útboð á sorphirðu

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja gera úttekt á hagkvæmni þess að bjóða út sorphirðu í Reykjavík. Þetta er ein tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á borgarstjórnarfundi í dag en önnur umræða fjárhagsáætlunar borgarinnar stendur nú yfir.

 Tillaga Sjálfstæðisflokksins hljóðar svo:

„Borgarstjórn samþykkir að gerð verði úttekt á hagkvæmni þess að bjóða út sorphirðu í Reykjavík. Í þeirri úttekt skal miðað við að slík breyting á fyrirkomulagi verði gerð í áföngum, t.d. með því að sorphirða verði í upphafi boðin út í 1-2 hverfum og reynslan metin áður en lengra verður haldið. Einnig skal tryggt að núverandi starfsmenn sorphirðunnar hjá Reykjavíkurborg haldi störfum sínum og réttindum með þeim hætti að vænt hagræðing verði gerð í samræmi við starfsmannaveltu viðkomandi deildar eða með því að þeim bjóðist annað sambærilegt starf hjá borginni.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert