Mikið leitað en árangurinn lítill

Heimaey VE-1.
Heimaey VE-1.

„Það er óhætt að segja að það hafi verið barningur á síldinni í allt haust og stundum mjög dapurt,“ sagði Ebeneser Guðmundsson, stýrimaður á Heimaey VE-1, um hádegi í gær.

Auk þeirra höfðu fjögur önnur skip verið á miðunum djúpt vestur af landinu og verið dreifð á stóru svæði.

Veðrið var þokkalegt og ekki búist við að það versnaði fyrr en í dag, laugardag, þegar hann snerist í norðaustanátt. Þeir á Heimaey höfðu verið tvo daga á veiðum og voru komnir með um 150 tonn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert