Áhrif íslensku Crossfit kvennana

Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Íslensku afrekskonurnar Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru miðpunktur greinar The Guardian um konur í Cross Fit. 

Blaðamaður fylgdist með þeim á HM í lyftingum sem fór fram í Houston í Bandaríkjunum á dögunum. 

„Þegar ég sagði frænkum mínum að ég væri að stunda lyftingar sögðu þær: „Ekki gera það. Það er ekki kvenlegt, þú getur ekki gert það.“ En horfðu á stelpurnar hérna - þær eru sterkar en þær eru fallegar. Þær eru stelpulegar,“ segir Katrín þegar rætt er um viðhorf margra til kvenna í í þessari íþrótt.

Blaðamaður Guardian vísar til þess að þjálfarar annarra keppenda kalli Katrínu og Tönju „the glamour girls“ eða glamúr stelpurnar og að samanlagðar séu þær með rúmlega 515 þúsund fylgjendur á Instagram. Þá bendir þjálfari þeirra á að stelpurnar geti varla geta gengið nokkur skref á þessu svæði án þess að vera stoppaðar fyrir myndatöku. 

Vinsældir Crossfit hafa vaxið gífurlega á síðustu misserum en fyrir tíu árum voru einungis þrettán slíkar stöðvar í Bandaríkjunum. Í dag hefur Crossfit breitt úr sér víða um heim og er vörumerkið metið á fjóra milljarða Bandaríkjadala samkvæmt Forbes.

Guardin segirAnnie og Katrínu vera stórstjörnur í bransa sem er að breyta hugmyndum manna um konur í íþróttum.

Annie Mist í crossfit.
Annie Mist í crossfit. Ljósmynd/Berserkur

Annie Mist segir viðhorfið hafa breyst á síðustu árum og að heilbrigður og sterkur líkami þyki orðið fallegur. Fleiri taka undir þetta og er bent á að konum í lyftingum hafi fjölgað gífurlega í Bretlandi auk þess sænskt fyrirtæki sem framleiðir lyftingastangir hafi aukið framleiðslu sína um 100% milli ára.

Richard Gillis, framkvæmdastjóri hjá the European Fitness League segir frasann „sterkt er nýja sexí“ vera að móta nýja kynslóð með hjálp samfélagsmiðla. 

„Fórnirnar felast aðallega í því að geta ekki farið á fyllerí. Ég er alveg sátt með það,“ segir Laura Faulkner, Crossfit stjarna, og bætir við að nýtt persónulegt met í lyftingum sé betra en hausverkur og kebab.

Hér má lesa grein Guardian í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert