Stendur enn vaktina í skúrnum

Snæbjörn Þorri Árnason stendur enn vaktina.
Snæbjörn Þorri Árnason stendur enn vaktina. mbl.is/Júlíus

Götur Reykjavíkur eru nú að mestu auðar enda veður tekið að versna mjög á höfuðborgarsvæðinu. ‏‏‏‏‏Hafa vegna veðurs flestir veitingastaðir lokað dyrum sínum, en einn er þó enn opinn – Bæjarins bestu.

„Það á að vera opið hér til eitt og ég held mig við ‏það þar til annað kemur í ljós,“ segir pylsusalinn Snæbjörn Þorri Árnason í samtali við mbl.is.

Þeir einu sem sótt hafa veitingaskúrinn heim undanfarnar klukkustundir eru erlendir ferðamenn að sögn hans, en þeir eru nú óðum farnir að tínast inn á hótel.

„Þetta er eiginlega stórfurðulegt ástand, maður er alls ekki vanur að hafa svona mikinn frítíma í vinnunni,“ segir Snæbjörn Þorri en hann hefur unnið hjá fyrirtækinu í rétt tæpt ár.

Ólíkt flestum dögum er nú engin röð við Bæjarins bestu.
Ólíkt flestum dögum er nú engin röð við Bæjarins bestu. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert