Óslóartréð úrskurðað ónothæft

Starfsmenn borgarinnar að setja upp Óslóartréð á Austurvelli í byrjun …
Starfsmenn borgarinnar að setja upp Óslóartréð á Austurvelli í byrjun desember. Það hefur nú verið úrskurðað ónothæft. mbl.is/Golli

„Óslóartréð var því miður úrskurðað ónothæft í morgun eftir veður síðustu daga,“ skrifar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri á Twitter. Hann segir að nýtt tré verði sótt í Heiðmörk. 

Tréð var tekið niður áður en að óveðrið skall á á mánudag. En þar sem tíðin hefur verið rysjótt undanfarið hefur tréð ekki þolað álagið.

Í nýjustu færslu Dags á Twitter er hann kominn upp í Heiðmörk að sækja nýtt tré. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert