Kemur til greina að selja Arion í hlutum

Arion banki í Borgartúni.
Arion banki í Borgartúni. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Jóhannes Rúnar Jóhannsson, sem sæti á í slitastjórn Kaupþings, segir það koma til greina að selja 87% hlut búsins í Arion banka til fleiri en eins aðila eða fjárfestahóps.

Slitastjórnin finni fyrir miklum áhuga á bankanum, jafnt heima og erlendis.

„Sumir hverjir hafa meira að segja skjalfest þann áhuga sinn í einhvers konar viljayfirlýsingu nú þegar og jafnvel komið hingað til Íslands vegna áhuga síns og fleiri hafa boðað að þeir ætli að gera slíkt hið sama á næstunni,“ segir Jóhannes í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert