Jólasveinarnir ætla að hjálpa börnum

Hurðaskellir hefur mestan áhuga á að sjá börnum fyrir hreinu …
Hurðaskellir hefur mestan áhuga á að sjá börnum fyrir hreinu vatni og koma vatnsdælum í eins mörg þorp og hann getur.

Íslensku jólasveinarnir eru þekktir fyrir stríðni og pretti en þessi jólin hafa þeir þó ákveðið að taka höndum saman, bæta ráð sitt og hjálpa UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, við að koma hinum ýmsu hjálpargögnum til barna sem á þurfa að halda. 

Stúfur hefur sem dæmi ákveðið að gefa börnum í neyð námsgögn og Þvörusleikir vill útvega börnum ormalyf. Gáttaþefi er mikið í mun að börnum sé hlýtt og gefur því börnum í neyð skjólgóð teppi á meðan Hurðaskellir hefur mestan áhuga á að sjá börnum fyrir hreinu vatni og koma vatnsdælum í eins mörg þorp og hann getur.

Uppistaðan í jólaátaki UNICEF á Íslandi fyrir sannar gjafir eru myndir Brian Pilkingtons af íslensku jólasveinunum en hann hefur nú teiknað þá upp á nýjan leik með hin ýmsu hjálpargögn í höndunum sem þeir völdu sér sjálfir. Íslensku jólasveinarnir og UNICEF eru sem sé komin í óvenjulegt samstarf og það með mbl.is. Hægt verður að fylgjast með góðverkum jólasveinanna á mbl.is, þegar þeir koma til byggða einn af öðrum.

Á hverjum degi á mbl.is verður hægt að sjá myndband af jólasveini dagsins og vísu um hann. Vísan um Kertasníki fylgir hér með:

Kerti geta dimmu eytt
og Kertasníki kæta.
Gjafir sannar eru eins,
þær gefa líf og bæta.

Fæða, lyf og teppi hlý
gegn frosti veita skjól.
Svo fjölskyldur um allan heim
fái gleðileg jól.

Jónsson og Le´macks gerðu auglýsingaátakið fyrir UNICEF á Íslandi og gáfu stóran hluta vinnu sinnar. Það sama má segja um Brian Pilkington. Samstarfsaðili UNICEF á Íslandi, Lindex, greiðir síðan framleiðslukostnaðinn.

Hvað eru sannar gjafir?

Sannar gjafir UNICEF eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir bágstödd börn, til dæmis bóluefni, námsgögn og jarðhnetumauk og næringarmjólk fyrir vannærð börn. UNICEF sér til þess að gjöfin berist til barna og fjölskyldna þeirra þar sem þörfin er mest. Sannar gjafir eru sérstaklega vinsælar um jólin, bæði sem jólagjafir og jólakort. Fólk notar gjafabréfið líka oft sem merkimiða á jólagjafir og sem jólakveðju til vina og vandamanna erlendis. 

Þvörusleikir vill útvega börnum ormalyf.
Þvörusleikir vill útvega börnum ormalyf.
Íslensku jólasveinarnir ætla ekki að láta sitt eftir liggja í …
Íslensku jólasveinarnir ætla ekki að láta sitt eftir liggja í baráttunni fyrir betri heimi fyrir börn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert