Björk: „Já ég borga skatta á Íslandi“

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. Mbl.is/ Árni Sæberg

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur svarað fyrir sig á Facebook-síðu sinni, en þar gerir hún athugasemd við þýðingu orðsins „redneck“ í fjölmiðlum hér á landi og að í hennar huga merki það fólk sem telji sinn eigin þjóðflokk betri en aðra, er sannfært um að geta lifað án heildarinnar og oft hlynnt vopnaburði. Þá telji fólkið sig æðri náttúrunni og að það eigi að stjórna henni. Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur orðið verið þýtt sem sveitalubbi.

Síðan viðtal við Björk birtist á Sky hefur mikið verið rætt um orðanotkun hennar og hefur Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðismanna, meðal annars gagnrýnt söngkonuna og spurði hann hvort hún greiddi skatta á Íslandi. Í svari sínu á Facebook segir Björk að hún borgi skatta á Íslandi.

Lesa má færslu hennar hér að neðan.

kæru íslendingar og fjölmiðlar þeirra ég er búin að vera upp í sumarbústað , ÚTI Á LANDI ( sem ég elska ) og...

Posted by Björk on Tuesday, 15 December 2015

Viðtalið við Björk á Sky sjónvarpsstöðinni:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert