Skekkt mynd af leigumarkaði

Leigjendum fjölgaði mikið í kjölfar hrunsins ásamt því sem íbúðaskortur ...
Leigjendum fjölgaði mikið í kjölfar hrunsins ásamt því sem íbúðaskortur og hátt verð virðast einkenna stöðuna, að því er segir í skýrslu hagdeildar ASÍ. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Mikill munur er á verði leiguíbúða á höfuðborgarsvæðinu sem kemur fram í auglýsingum og því sem kemur fram á þinglýstum leigusamningum, samkvæmt könnun hagdeildar ASÍ. Í sumum tilfellum var auglýst verð hátt í þriðjungi hærra. Í skýrslu ASÍ segir að skökk mynd af stöðu á leigumarkaði hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Hagdeildin bendir á í skýrslu sinni að opinberar tölur og þinglýstir samningar gefi ekki endilega raunhæfa mynd af leigumarkaðnum. Þegar vísitölur leiguverðs, íbúðaverðs og launa síðastliðins árs séu bornar saman komi í ljós að leiguverðsvísitalan hafi hækkað minnst. Því virðist staðan á markaðinum alls ekki slæm þegar aðeins sé litið til verðs.

Vísitalan byggir hins vegar á verði samkvæmt þinglýstum leigusamningum. Þegar hagdeildin fór yfir allar auglýsingar um leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu kom í ljós mun hærra verð en þinglýstu samningarnir gefa til kynna. Í öllum tilfellum var um 20-30% hærra verð að ræða.

„Þetta gerir það að verkum að við fáum alla jafna skekkta mynd af stöðu mála á leigumarkaðnum sem hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér. Erfitt er fyrir bæði einstaklinga og opinbera aðila að taka upplýstar ákvarðanir þegar ástandið er jafn óljóst og raun ber vitni og upplýsingaöflun erfið,“ segir í skýrslunni.

Verulega íþyngjandi fyrir námsmenn

Einnig kom í ljós við könnun ASÍ að hlutfall ráðstöfunartekna sem fer í leigu sé mun hærra en æskilegt þykir. Alls eyðir fólk á almennum leigumarkaði á bilinu 30-70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigugreiðslur. Æskilegt þyki hins vegar að þetta hlutfall sé ekki yfir 20-25%.

Hlutskipti námsmanna á leigumarkaði var skoðað sérstaklega. ASÍ telur hag þeirra sem komast inn á stúdentagarða ágætan. Þar verji námsmenn um 20-30% af ráðstöfunartekjum í leigu. Þeir sem þurfi að vera á almennum markaði, sem ætla megi að stór hópur neyðist til að gera, þurfi hins vegar að verja 40-60% af ráðstöfunartekjum í leigu. Það geti ekki talist annað en verulega íþyngjandi.

Hærri húsaleigubætur gætu hækkað leiguverð

Niðurstaða skýrslunnar er meðal annars að mikill vandi blasi við húsnæðismarkaðnum og sér í lagi leigumarkaðnum þessa stundina. Eftirspurn eftir húsnæði á viðráðanlegum kjörum sé mikil. Framboðið hins vegar af skornum skammti og það stjórnist af ýmsum þáttum. Til að mynda sjá margir leigusalar frekar hag sinn í því að bjóða íbúð sína til skamms tíma ferðamönnum í stað þess að bjóða á almennum leigumarkaði. Þetta verði til þess að framboð skerðist til almennings og leiguverð hækkar.

Einnig hafi lítið verið byggt af nýjum íbúðum. Raddir heyrist um að það sé sökum þess að núverandi byggingareglugerð geri það að verkum að kostnaður við nýbyggingar sé óþarflega hár.

„Menn eru ef til vill tregir að fara af stað í framkvæmdir ef byggingareglugerð gæti breyst og gert það að verkum að framkvæmdir verða ódýrari í náinni framtíð. Það umlykur því mikil óvissa ástandið eins og það er núna og er breytinga þörf til þess að framboð húsnæðis geti í það minnsta aukist,“ segir í skýrslunni.

Mögulegar úrbætur sem ríkisstjórnin hafi boðað verða vonandi til þess að ástandið batni, að mati ASÍ. Hækka eigi húsaleigubætur en það gæti þó haft þær afleiðingar í för með sér að markaðsöflin líti á það sem svo að greiðslugeta leigjenda hafi aukist sem leiði til þess að svigrúm myndist til þess að hækka leigu, að öðru óbreyttu. Eftirfylgni af leigumarkaðinum og þróun leiguverðs þurfi því að vera mikil og mun áreiðanlegri en hún er nú ásamt því sem fjölga þurfi búsetuúrræðum.

Frétt um skýrsluna á vef ASÍ

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Lengi getur vont versnað“

22:21 „Í grófum dráttum má segja að tvær leiðir hafi verið færar. Annars vegar að takmarka málafjöldann sem mest, og ljúka þinginu á 1-2 dögum. Hins vegar að setja þingfund og hefja vinnu við þessi helstu mál og bæta svo við stjórnarskrá og eftir atvikum öðru sem þingmenn vildu ræða.“ Meira »

„Fer ekkert á milli mála“

22:17 „Það fer ekkert á milli mála að það er eitthvað annað í pokanum en fiskur. Hins vegar kemur tundurduflið ekki í ljós fyrr en þetta er komið inn á dekk, þegar opnað er fyrir pokann.“ Þetta segir Ólafur H. Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli. Sjá má myndband frá sprengingu duflsins í fréttinni. Meira »

„Galið“ að afgreiða málið í tímapressu

22:13 „Það var okkar mat að það væri alveg galið að ætla sér í tímapressu á allra síðustu dögum fyrir kosningar að setja inn ákvæði af þessu tagi,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Þurfum að hætta að breyta nemendum

20:43 „Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“ Þetta segir Edda Óskarsdóttir um skólakerfið en hún varði nýverið doktorsritgerð sína um nám án aðgreiningar. Meira »

Alvarlegt bílslys fyrir austan

20:41 Ungur maður kastaðist út úr bifreið sinni í alvarlegu bílslysi á Austurlandi síðdegis í dag. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum var ökumaðurinn meðvitundarlaus þegar lögreglu bar að garði og var fluttur með sjúkrabíl til Vopnafjarðar. Meira »

Útrýma hættu af Hádegissteini

20:15 Ákveðið hefur verið vinna að því að útrýma þeirri hættu sem talið er að stafi af Hádegissteini í Hnífsdal. Þetta ákvað bæjarráð Ísafjarðarbæjar á fundi í morgun. Steinninn verður annað hvort sprengdur eða festur niður. Meira »

Innköllunarkerfinu ekki breytt

20:10 Ekki stendur til að breyta fyrirkomulagi innköllunarkerfis heilsugæslunnar þrátt fyrir að sóttvarnarlæknir segi kerfið ófullnægjandi og telji það eigan stóran þátt í þátttaka í bólusetningum barna við 12 mánaða og 4 ára aldur hafi dregist saman á milli ára. Meira »

Sækir fisk í soðið í Djúpavík

20:12 „Þetta var allt til gamans gert og rétt til þess að fá fisk í soðið. Aflinn fer til heimilis og fjölskyldu og afganginn fá vinir og vandamenn,“ segir Ágúst Guðmundsson. Meira »

Sjálfstæðismenn þeir einu sem voru á móti

20:05 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í kvöld að hún hafi lagt það til á fundi formanna flokka á Alþingi í dag að sameinast yrði um nýtt breytingaaákvæði við stjórnarskrá. Meira »

Kennir túlkun tarotspila

19:45 Spinna örlaganornirnar örlög okkar eða höfum við sjálf eitthvað um framtíð okkar að segja? Guðrún Tinna Thorlacius, markþjálfi og hómópati, er ekki svo viss um að Urður, Verðandi og Skuld sitji sveittar saman að spinna örlög manna, en hún segir að ástæða sé fyrir öllum okkar ákvörðunum. Hún hefur því einsett sér að kenna fólki að setja sér markmið og læra að þekkja þá braut sem það er á og leiðrétta ef þörf reynist. Ein leið er að hennar sögn að nýta sér aðstoð svokallaðra tarotspila. Meira »

Brottvísun geti valdið óafturkræfu tjóni

19:17 „Það er því alveg ljóst að öryggi og velferð fjölskyldunnar er hætta búin verði henni vísað frá Íslandi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fimm manna fjölskyldu frá Gana. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í dag ákvörðun Útlendingastofnunar um að fjölskyldan skuli yfirgefa landið. Meira »

Listræn ljósmóðir sem málar og skrifar

18:58 „Nei alls ekki, þetta er bara áhugamál,“ segir Inga María Hlíðar Thorsteinson hjúkrunarfræðingur spurð um myndlist sína en hún hefur málað og haldið myndlistarsýningu þrátt fyrir að hafa í nægu að snúast bæði í námi og starfi sem hjúkrunarfræðingur og nú verðandi ljósmóðir. Meira »

Allir flokkar nema tveir náðu samkomulagi

18:39 Samkomulag liggur fyrir á milli allra flokka nema Samfylkingar og Pírata um lok þingstarfa á Alþingi. Þeir tveir flokkar setja sig hins vegar ekki upp á móti þeim málum sem verða sett á dagskrá á þingfundi sem boðaður verður á morgun. Meira »

Gæsluvarðhald vegna gruns um peningaþvætti

18:21 Hæstiréttur staðfesti í dag að nígerískur karlmaður skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um peningaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 19. október. Meira »

Orbis et Globus vígt í Grímsey

16:51 Listaverkið „Orbis et Globus“ – Hringur og kúla – var vígt í Grímsey í dag. Það var byggt eftir vinningstillögu Kristins E. Hrafnssonar og Studio Granda í samkeppni sem haldin var um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn. Verkið er nyrst á eynni. Listaverkið er kúla, þrír metrar í þvermál. Meira »

Greiða Guðmundi tvær og hálfa milljón

18:34 „Málinu er lokið með því að við greiðum 2,5 milljónir í málskostnað og miskabætur,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins í samtali við mbl.is. RÚV mun greiða Guðmundi Spartakusi tvær og hálfa milljón vegna ummæla í sjö fréttum í miðlum RÚV í fyrra. Meira »

Röst tók niðri við Landeyjahöfn

17:24 Farþegaferjan Röst, sem leysir Herjólf af í siglingum milli lands og Eyja, tók niðri í útsiglingu frá Landeyjahöfn um miðjan daginn í dag. Kafari var kallaður til að meta hvort eitthvert tjón hefði orðið. Meira »

Handtóku skipstjóra á Vestfjörðum

16:24 Skipstjóri fiskibáts á Vestfjörðum var handtekinn aðfaranótt síðastliðins mánudags vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Þrír voru í áhöfn bátsins þegar hann kom til löndunar í höfn á norðanverðum Vestfjörðum og reyndist lögskráningu ábótavant, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Meira »
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Hoppukastalar.is -Candyfloss-Popp-leikir
Bjóðum upp à ýmisslegt fyrir barnaafmæli , fjölskyldusamkomur o.fl. Hoppukastala...
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...