Hart deilt á Alþingi

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Nú stendur yfir þingfundur á Alþingi þar sem menn takast hart á um fjárlagafrumvarpið. Um er að ræða umræðu um atkvæðagreiðslu um frumvarpið en þingmenn eru ekki á einu máli um hvort verið sé að draga úr eða bæta í hvað varðar fjárframlög til heilbrigðiskerfisins og fleira.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt áherslu á að verið sé að svíkja aldraða og öryrkja í nýjum fjárlögum, en þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa ítrekað að á Íslandi ríki nú meiri jöfnuður en áður.

„Menn láta eins hálfvitar,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata þegar hann áminnti núverandi ríkisstjórn fyrir að gleyma því að hún hefði tekið við betra búi en fyrri ríkisstjórn.

Einar K. Guðfinnsson hefur ítrekað þurft að slá í bjöllu sína og bæði beðið menn um að gæta að orðum sínum og hafa hljóð svo hann geti kynnt menn í pontu. „Voðalega er þetta eitthvað erfitt að fá hljóð,“ sagði hann rétt í þessu, þegar ekki heyrðist í honum fyrir reiðilegu masi í þingsal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert