Ók ítrekað á bifreiðina

Lögreglustöðin Hverfisgötu
Lögreglustöðin Hverfisgötu mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tilkynnt var lögreglunnar um umferðaróhapp í Breiðholti á fjórða tímanum í nótt. Samkvæmt þeim sem lét vita bakkaði ökumaðurinn ítrekað á sömu bifreiðina. 

Þegar lögregla kom á vettvang handtók hún ökumanninn sem var í mjög annarlegu ástandi og er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, aka sviptur ökuréttindum og vörslu fíkniefna. Ökumaðurinn var að lokinni sýnatöku vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Þrír aðrir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt sem voru undir áhrifum fíkniefna.

Bifreið var ekið á veggirðingu við Nauthólsveg upp úr tíu í gærkvöldi. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og lyfja.

Um hálf tvö í nótt stöðvaði lögreglan ökumann við Langholtsveg sem var undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann er próflaus því hann er sviptur ökuréttindum. 

Ökumaður sem var stöðvaður við Bríetartún í nótt er talinn hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn vildi ekki segja til nafns eða gefa upp kennitölu og var hann vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert