Vilja gagnaver á Ásbrú

Hluti af Ásbrúarsvæðinu, séð úr lofti. Svæðið er eftirsótt.
Hluti af Ásbrúarsvæðinu, séð úr lofti. Svæðið er eftirsótt.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar á í viðræðum við erlent hugbúnaðarfyrirtæki um byggingu gagnavers á Ásbrú. Framkvæmdin myndi kosta nokkra milljarða og gagnaverið þurfa nokkur megavött af raforku.

Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, segir gagnaverið myndu bætast við fimm önnur sem fyrir eru á Ásbrúarsvæðinu.

Vegna mikils uppgangs á Keflavíkurflugvelli hefur ásókn í íbúðarhúsnæði á Ásbrú aukist mikið. Kjartan Þór áætlar að aðsóknin verði slík að allt laust íbúðar- og atvinnuhúsnæði á Ásbrú verði komið í fulla notkun árið 2017.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert