Krummi fær skilorðsbundið fangelsi

Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson er betur þekktur sem Krummi í …
Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson er betur þekktur sem Krummi í Mínus.

Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, var í Hæstarétti í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að sparka í fótlegg lögreglumanns við skyldustörf.

Söngvarinn var dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna árásar á lögreglumann við skyldustörf í Héraðsdómi Reykjaness í október í fyrra. Hann hafnaði alfarið sakargiftum en dómurinn féllst ekki á röksemdir verjanda hans.

Í ákærunni sagði að Krummi hefði ráðist með ofbeldi á lögreglumann við skyldustörf við Snorrabraut í Reykjavík 12. júní 2013. Einnig að hann hefði sparkað í hægri fótlegg lögreglumannsins.

Krummi þarf jafnframt að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 508.747 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns, 496.000 krónur.

Fyrri frétt mbl.is: Krummi fær 60 daga skilorðsbundið fangelsi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert