Snakktollurinn ræddur á þingi

Þingmenn eru orðnir vanir því að halda heim í myrkri …
Þingmenn eru orðnir vanir því að halda heim í myrkri nætur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Alþingismenn láta engan bilbug á sér finna og ræða nú ýmsar forsendur fjárlagafrumvarpsins 2016. Í pontu er Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að fjalla um tolla á kartöfluflögur og annað snakk.

Hún segir Íslendinga eiga að hafna tollum og fagna frjálsum viðskiptum þvert á landamæri og hvetur þingmenn til að taka þátt í að grisja tollafrumskóginn.

Samkvæmt skrifstofu Alþingis hefur ekkert verið ákveðið um hversu lengi umræður halda áfram í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert