Heildarendurskoðun á eldsneytisgjöldum

Fjármálaráðherra hyggst fara í heildarendurskoðun á skattlagningu á ökutækjum og ...
Fjármálaráðherra hyggst fara í heildarendurskoðun á skattlagningu á ökutækjum og eldsneyti. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson hyggst ráðast í heildarendurskoðun á skattlagningu á eldsneyti og ökutækjum en fjallað var um það á ríkisstjórnarfundi í dag. Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður ráðherrans, segir að vinnan hafi verið í undirbúningi um þó nokkurt skeið en að hún fari formlega af stað núna.

„Það er löngu tímabært að ráðast í einföldun á þessu kerfi en í dag heyrir þetta undir sjö lagabálka. Við munum horfa til þriggja meginþátta við þessa vinnu en það er í fyrsta lagi umhverfissjónarmið, í öðru lagi tekjuöflun ríkisins og í þriðja lagi fjármögnun á uppbyggingu í samgöngukerfinu,“ segir Teitur Björn og bætir við að um sé að ræða rökrétt næsta skref á eftir afnámi tolla og vörugjalda. Þá þurfi að samræma gjöldin eftir að lög um opinber fjármál tóku gildi. „Svo er verið að horfa til markmiða um minnkun á losun í útblæstri ökutækja og stefnumótun til framtíðar um hvernig við aukið hlutdeild vistvænna ökutækja,“ segir Teitur Björn. 

Átta tegundir af gjöldum

Hann segir ennfremur að í ljósi breytinga á virðisaukaskattskerfinu, m.a. með því að fella ýmsa aðila í ferðaþjónustu inn í kerfið, hafi orðið ríkari þörf á að ráðast í umbætur á kerfinu. „Þetta er töluvert flækjustig við erum að tala um bifreiðagjald, vörugjald, virðisaukaskatt og úrvinnslugjald á ökutækin en á eldsneyti ertu með vörugjald, olíugjald, kílómetragjald, kolefnisgjald, flutningsjöfnunargjald og virðisaukaskatt,“ segir Teitur Björn.

Teitur segir að ekki sé útséð eða gott að tjá sig um nákvæmlega hvernig gjöldin muni koma til með virka á þessum tímapunkti þar sem líta verði til margra sjónarmiða við vinnuna s.s. þróun hvað varðar rafbíla, ferðaþjónustu og jafnræðissjónarmiða. Þó muni einföldun ekki síst létta undir með litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

Auk þess hafi komið upp ýmis mál í tengslum við flokkun ökutækja. Að flókið og erfitt geti verið fyrir skattrannsóknaryfirvöld að raða ökutækjum niður á gjaldflokka. Nefnir hann til dæmis pallbíla sem geta ýmist fallið í flokk atvinnutækja eða einkabifreiða en einnig geti bifreiðar með sömu vél og grind fallið í ólíka gjaldflokka eftir því hver yfirbyggingin á þeim sé. Slíkt geri kerfið þungt í meðferð og sé ekki skilvirk tekjuöflun fyrir ríkissjóð. 

mbl.is

Innlent »

Telur ekki tilefni til athugunar

13:18 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki tilefni til þess að embætti hans taki embættisfærslur ráðherra í tengslum við að dómsmálaráðherra tjáði forsætisráðherra að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir einstakling sem sótti um uppreist æru, til athugunar að eigin frumkvæði. Meira »

Mikill og útbreiddur misskilningur

12:14 Utanríkisráðherra boðaði sendiherra erlendra ríkja á Íslandi á sinn fund í utanríkisráðuneytinu í dag og upplýsti þá um stöðuna sem uppi er í stjórnmálum hér á landi. „Við höfum orðið vör við mikinn og útbreiddan misskilning hjá alþjóðlegum fjölmiðlum um tildrög stjórnarslitanna.“ Meira »

„Þá fallast manni hendur“

11:50 „Stjórnmálin hafa um margra ára skeið skort tiltrú meðal almennings. Við stjórnmálamenn verðum að líta í eigin barm og gera allt sem í okkar valdi stendur til að endurheimta það traust sem verður að ríkja til að lýðræðið þrífist. Hér er ég ekki að tala um stuðning við tiltekna stefnu, heldur almennt traust á að þrátt fyrir ólíkar skoðanir sé unnið heiðarlega.“ Meira »

Undir trénu Óskarsframlag Íslands

11:34 Kvikmyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2018. Meira »

Vængur rakst í skrokk vélarinnar

11:18 Tildrög flugslyss sem varð þegar tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum vestan við Langjökul 5. september eru nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Vængur á annarri flugvélinni fór í skrokkinn á hinni flugvélinni,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði RNSA, í samtali við mbl.is. Meira »

Margrét ráðin til Geðhjálpar

11:10 Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin sem kynninga– og viðburðarstjóri hjá landssamtökunum Geðhjálp.  Meira »

Flokkurinn hefur aldrei óttast kjósendur

10:47 „Viðbrögð samstarfsflokka okkar við meintum trúnaðarbresti, sem var að vísu enginn í huga annars flokksformannsins og tók nokkra daga að verða til í huga hins, voru fráleit og ábyrgðarlaus gagnvart fólkinu í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til flokksmanna sinna. Meira »

Skúrinn of hár fyrir brúna

10:48 Vinnuskúr féll af palli gámabíls á Viðarhöfða í morgun þegar bíllinn var á leið undir brú við Vesturlandsveg.  Meira »

Verður ekki afgreitt fyrir kosningar

10:09 „Vegna andstöðu samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn og þingmanna VG fékkst málið ekki afgreitt í vor. Ég lagði því málið fram að nýju nú í september en úr þessu fæst það ekki afgreitt fyrir kosningar.“ Meira »

Fækkun á leikskólum

09:38 Alls voru 19.090 börn í leikskóla á Íslandi um síðustu áramót og hafði fækkað um 272 (-1,4%) frá fyrra ári. Sú fækkun stafar af fámennari árgöngum, því hlutfall barna sem sækir leikskóla hefur hækkað lítillega. Meira »

Lægstu launin duga ekki til framfærslu

09:33 „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR. Meira »

„Best að horfast í augu við þetta“

08:18 „Sumir halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu. Hún greindist með geðklofa árið 2008 þegar hún var 28 ára. Meira »

Borgar flugnám með blaðburðarlaunum

07:57 Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er nýbyrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Bjarki og Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir móðir hans hafa frá 2014 saman borið Morgunblaðið í hús við Bolla-, Leiru- og Skeljatanga í Mosfellsbæ og safnast þegar saman kemur. Meira »

Prestur sakaður um kynferðisbrot

07:30 Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn. Meira »

Sjúkdómahættan fer vaxandi

05:30 Ef þátttaka í bólusetningum er ekki betri en skráningar benda til getum við lent í vanda og sjúkdómahættan fer vaxandi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Aðdragandi slita kosningamál

07:37 Stjórnmálaflokkar eru nú flestir komnir á fullt við að undirbúa komandi alþingiskosningar, nú þegar rétt um 5 vikur eru í settan kjördag. Morgunblaðið setti sig í samband við talsmenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi og spurði: Hver verða stóru kosningamálin? Meira »

Mjög vætusamt um helgina

06:38 Rysjótt en milt veður næstu daga og mjög vætusamt um helgina, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.  Meira »

Hvatt til skimunar og árangur góður

05:30 Allt að 95% þeirra 600 sem hófu meðferð gegn lifrarbólgu C á sl. ára hafi læknast. Opinbert átak gegn þessum sjúkdómi hófst í fyrra og talið er að nú þegar hafi náðst til allt að 80% þeirra sem smitast hafa. Meira »
Frystigámar 20 og 40 feta nýir gámar
Útvegum nýja frystigáma á hagstæðu verði. Holt1.is Vélasala S 4356662/895...
Sjónvarpsskenkur til sölu Vel me
Sjónvarpsskenkur til sölu Vel með farinn og vandaður. Verð 10 þús. eða tilboð. U...
 
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...