3,5 stiga skjálfti í Bárðarbungu

Bárðarbunga er hulin ís.
Bárðarbunga er hulin ís. mbl.is/RAX

Nokkurra jarðskjálfta varð vart í Bárðarbungu í nótt. Mældist sá stærsti 3,5 stig á Richter kvarðanum, klukkan 02.23. Þá varð annar skjálfti fáeinum mínútum síðar, klukkan 02.27. Mældist sá 3,1 stig. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Þensla hefur verið á svæðinu í kring­um Bárðarbungu undanfarna mánuði, sem þykir benda til kviku­söfn­un­ar und­ir Bárðarbungu­öskju. Hafa merki um þetta verið sífellt greinilegri. Slík þensla er hins veg­ar sögð al­geng í nánd við eld­stöðvar eft­ir eld­gos.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert