Eldsneytið gæti hækkað um tvær krónur

Ríkið hækkar álögur sínar á eldsneyti um áramótin.
Ríkið hækkar álögur sínar á eldsneyti um áramótin. mbl.is/Golli

Miðað við hækkun ríkisins á gjöldum af eldsneyti gæti lítraverð á bensíni og díselolíu hækkað um tvær krónur um áramótin.

Olíufélögin hafa ekki ákveðið hvort þau muni velta þessum hækkunum beint út í verðlagið en líklegt er talið að það muni gerast á fyrstu dögum ársins, að því er fram kemur í umfjöllun um hækkun opinberra gjalda um komandi áramót í Morgunblaðinu í dag.

Hækkun á bensíngjaldi og kolefnisgjaldi, gæti, samkvæmt upplýsingum blaðsins, samanlagt hækkað lítraverð bensíns um 2,22 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Með hækkun ríkisins á olíugjaldi og kolefnisgjaldi gæti lítrinn af dísilolíu hækkað um 1,93 krónur, með vsk. Verður hlutur opinberra gjalda í bensínverðinu þá kominn í um 56% og 53% í útsöluverði dísilolíu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert