18 ára piltur lést í slysinu

Slysið varð skammt frá Einarsstöðum en mikil hálka var á …
Slysið varð skammt frá Einarsstöðum en mikil hálka var á veginum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Átján ára piltur lést í umferðarslysi við bæinn Einarsstaði í Kræklingahlíð, skammt norðan Akureyrar, síðdegis í gær. Pilturinn var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri en var úrskurðaður látinn við komuna þangað. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins en um var að ræða árekstur vöruflutningabifreiðar og fólksbíls.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ökumaður fólksbílsins sá sem lést og var hann einn í bílnum. Þrír voru í vöruflutningabifreiðinni og voru þeir einnig fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri, en meiðsl þeirra eru sögð minniháttar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert