Vínandi í íslensku bensíni

Bensínstöðvar hafa blandað saman bensíni og vínanda.
Bensínstöðvar hafa blandað saman bensíni og vínanda.

Olíufélagið Skeljungur, sem einnig stýrir félögunum Orkan og Orkan X, blandar vínanda [etanóli] saman við bensínið sem það selur.

Þetta staðfestir talsmaður Skeljungs við Hafstein Hafsteinsson, félagsmann í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda en Hafsteinn skrifar um málið á vefsíðu FÍB. Hann telur jafnframt líklegt að N1 og Olís geri slíkt hið sama. 

Hafsteinn segir Skeljung aldrei hafa greint almenningi frá þessari íblöndun og að um hrein og klár vörusvik sé að ræða, því íblöndunin sé í raun útþynning sem hafi það í för með sér að bílar eyða meira en ella. Einnig verði ríkissjóður af hátt í einum milljarði króna á ári í skatttekjur vegna þessa. 

Talsmaður Skeljungs segir þessa íblöndun vera í öllum tilfellum undir leyfilegu hámarki, eða 5%. Fari hún yfir þessi mörk beri fyrirtækinu að merkja bensínið sérstaklega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert