Ferðamenn flykkjast til landsins

Norðurljósaferðir eru afar vinsælar meðal ferðamanna í ár.
Norðurljósaferðir eru afar vinsælar meðal ferðamanna í ár. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Það má segja að á undanförnum árum hafi Ísland yfir hátíðirn­ar orðið ný markaðsvara fyr­ir er­lenda ferðamenn,“ seg­ir Skapti Örn Ólafs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar. Um ell­efu þúsund er­lend­ir ferðamenn dvelja á Íslandi yfir hátíðirn­ar í ár og má gera ráð fyrir um 70% þeirra munu dvelja á suðvest­ur­horn­inu.

Hann seg­ir ferðamenn­ina fyrst og fremst koma til að skoða og upplifa ís­lenska nátt­úru. „Í ár hefur veðrið verið með ágætum og landið okkar skartað sínu fegursta. Þá má geta þess að höfuðborgin okkar Reykjavík er eina höfuðborgin í Evrópu sem er hvít í ár og það er ákveðinn bónus fyrir gestina okkar,“ segir Skapti Örn og bætir við að þúsund­ir er­lendra ferðamanna fari í hefðbundn­ar dags­ferðir á degi hverj­um og í ár hafa norður­ljósa­ferðirn­ar einnig verið vin­sæl­ar. 

Skapti Örn seg­ir opn­un­ar­tíma versl­ana og þjón­ustuaðila yfir jól og ára­mót hafa breyst mikið und­an­far­in ár. „Ísland fyr­ir tíu árum og Ísland í dag er tvennt ólíkt, nú eru sí­fellt fleiri staðir opn­ir yfir hátíðirn­ar. Ef Ísland ætl­ar að vera áfangastaður yfir þenn­an tíma þá fylg­ir því að vera með opið yfir hátíðirn­ar.“

Sam­kvæmt spá Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar er gert ráð fyr­ir að um 1,3 millj­ón­ir er­lendra ferðamanna muni hafa lagt komu sína til Ísland þegar árið 2015 verður gert upp. Skapti Örn seg­ir að um og yfir 20% vöxt­ur hafi orðið í ferðaþjón­ust­unni á ári hverju und­an­far­in ár. „Það sem við vilj­um sjá er auk­in dreif­ing ferðamanna yfir allt landið, ekki bara á sumr­in held­ur einnig yfir vetrartímann og ekki síst yfir jól og ára­mót.“

Fylgjast með sprengjuglöðum Íslendingum 

Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, tekur í sama streng og Skapti Örn og segir að töluverð aukning hafi orðið af ferðmönnum síðustu ár. „Það er ekki langt síðan við lokuðum hótelum yfir jólin, það hefur breyst mikið núna.“ Hann segir að í ár sé aðeins eitt af hótelum Íslandshótela lokað yfir hátíðirnar en áður fyrr hafi þau verið allt að þrjú.

Íslandshótel reka fimmtán hótel á Íslandi, Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum og Best Western Hótel Reykjavík, Hótel Reykjadalur auk Fosshótelanna sem staðsett eru hringinn í kringum landið.

Hann segir öll hótelin fullbókuð yfir áramótin en það hafi þau einnig verið í fyrra. „Munurinn er þó sá að nú erum við búið að fjölga hótelum þannig að það eru fleiri herbergi sem búið er að fylla.“ Hann segir erlenda ferðamenn flykkjast til landsins til að fylgjast með sprengjuglöðum Íslendingum halda áramótin hátíðleg auk þess sem áramótabrennur séu vinsælar.

Davíð segir að þó svo að verið sé að opna mörg ný hótel í miðbænum virðist það ekki hafa áhrif né koma niður á nýtingu annarra hótela.

Gintare Siniauskaite, starfsmaður CenterHotels, segir sömu söguna og þeir Skapti Örn og Davíð. Hún segir öll hótel CenterHotels fullbókuð yfir hátíðirnar eins og áður. Munurinn sé aftur á móti sá að nú séu fleiri hótel í notkun en áður. „Það er brjálað að gera og öll keðjan fullbókuð.“

Skapti Örn Ólafs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Samtaka ferðaþjón­ust­unn­ar.
Skapti Örn Ólafs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Samtaka ferðaþjón­ust­unn­ar.
mbl.is

Innlent »

Vanmeti hvað sé þjóðfélaginu til heilla

20:28 Lögbann á fjölmiðil korteri fyrir kosningar gengur gegn þeirri styrkingu lýðræðisins að tryggja lagaumhverfi sem gerir fjölmiðlum kleift að miðla upplýsingum sem teljast mikilvægar í pólitísku samhengi. Þetta sagði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata í ræðu sinni á alþingi nú í kvöld Meira »

„Tókst að beygja bakland eigin flokks“

20:20 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, byrjaði ræðu sína í kjölfar stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld á að óska Katrínu Jakobsdóttur til hamingju með embættið. „Henni tókst að beygja bakland eigin flokks.“ Meira »

„Gefa afslátt í baráttunni gegn ójöfnuði“

20:07 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og 5. þingmaður norðausturkjördæmis, byrjaði ræðu sína á að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og fagnaði því að nú sæti kona í forsæti öðru sinni. Sagðist hann vona að það teldist ekki til tíðinda í náinni framtíð. Meira »

Ábyrgð stjórnarmeirihlutans mikil

19:53 Stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri, en niðurstaðan þarf að vera samfélaginu sem heild til heilla, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Fátækt eigi heldur ekki að vera til staðar á jafn ríku landi og Íslandi. Meira »

Gífurlegt tjón á húsnæði Kvikkfix

18:19 Starfsemi bílaverkstæðis Kvikkfix liggur niðri og gífurlegt tjón varð á húsnæði fyrirtækisins. „Það flæddi í öll 3 húsin okkar, um öll herbergi og allt saman,“ segir Hinrik Morthens, einn þriggja eigenda Kvikkfix, í samtali við mbl.is. Meira »

Dragi til baka kaupaukagreiðslur

18:15 Stjórn Klakka hefur ákveðið að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem hluthafafundur samþykkti á mánudag, verði dregnar til baka. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er sögð vera hin hörðu viðbrögð sem kaupaukagreiðslurnar hafa vakið hjá almenningi. Meira »

Framlög til háskóla hækka um 2,8 milljarða

17:58 Fjárveitingar til framhalds- og háskólanna í landinu hækka um 3,8 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Hækkun til háskólanna nemur 2,8 milljörðum og framlög til framhaldsskólanna hækka um 1.040 milljónir miðað við framlagt fjárlagafrumvarp fyrir 2017. Meira »

Jesú hitaði upp fyrir eigið afmæli

18:09 Jólatorgið í Hjartagarðinum í Reykjavík var opnað í dag, en það var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem opnaði torgið formlega. Jesús kristur var meðal þeirra sem mætti á svæðið og virtisthann vera að hita upp fyrir sitt eigið afmæli sem nálgast óðfluga. Meira »

Páll fær allsherjarnefnd en Lilja atvinnumálin

17:32 Gengið var frá vali í nefndir 148. þings Alþingis í dag. Páll Magnússon verður formaður allsherjarnefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir fer fyrir atvinnuveganefnd, Óli Björn Kárason er formaður efnahagsnefndar og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er formaður utanríkisnefndar Meira »

Neitaði að yfirgefa vinnustað eftir uppsögn

17:27 Um klukkan þrjú í dag var óskað eftir aðstoð lögreglu á vinnusvæði í miðbænum vegna manns, sem hafði verið sagt upp störfum, en harðneitaði að yfirgefa svæðið og hafði jafnframt í hótunum við fólk. Þegar maðurinn neitaði að hlýða margítrekuðum fyrirmælum lögreglu var hann tekinn tökum og fluttur handtekinn á lögreglustöð þar sem hann bíður nú yfirheyrslu. Meira »

Lægra hlutfall kvenna skyggir á

17:22 „Það skyggir nokkuð á þessa þingsetningu að hlutur kvenna í hópunum hafi minnkað verulega,“ sagði nýkjörinn forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon. Hann sagðist vona að það yrði stjórnmálaflokkum hvatning til þess efla hlut kvenna og skapa þeim skilyrði til stjórnmálaþátttöku. Meira »

Sakfelldir fyrir hatursorðræðu

16:54 Hæstiréttur dæmdi í dag tvo karlmenn til að greiða 100.000 krónur í sekt vegna skrifa þeirra í athugasemdakerfum fjölmiðla vegna ályktunar sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og sneri að samstarfssamningi við Samtökin ´78 um hinsegin fræðslu. Meira »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

16:49 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir brasilískum karlmanni á þrítugsaldri, en hann hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Var manninum gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á kókaíni í sölu- og ágóðaskyni. Meira »

Geirmundur fær 18 mánaða dóm

16:34 Geir­mund­ur Krist­ins­son­, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri Spari­sjóðsins í Kefla­vík, var í dag dæmdur í 18 mánuða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins og málsvarnarlaun verjanda síns, samtals 6,1 milljón. Meira »

Ákvörðun um veg um Teigsskóg frestað

16:10 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðalskipulagsbreytingu vegna Vestfjarðarvegar númer 60 um Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hafði vonast til þess að ákvörðun yrði tekin í dag en það frestast fram í janúar. Meira »

Steingrímur forseti og Guðjón varaforseti

16:42 Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn forseti alþingis er 148. þing kom saman nú í dag. Fékk Steingrímur 54 atkvæði, en fimm greiddu ekki atkvæði. Þá var Guðjón S. Brjánsson kjörinn fyrsti varaforseti alþingis. Meira »

Myndavélin komst í réttar hendur

16:28 „Þetta er hann Brandon, en hann var hér á landi í síðustu viku ásamt eiginkonu sinni. Þau lentu í því leiðindaatviki að farið var inn í bifreið þeirra, sem þau gleymdu að læsa á bifreiðastæði við hótelið sitt nóttina fyrir brottför.“ Þannig hefjast skrif lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook. Meira »

Greinilegar breytingar í jöklinum

15:41 Ragnar Axelsson hefur flogið þrjár ferðir yfir Öræfajökul frá því að sigketillinn sást fyrst 17. nóvember. Hann flaug fyrstu ferðina 19. nóvember, aftur 28. nóvember og svo þriðju ferðina 11. desember. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar saumavélar í úrvali með 3 ára ábyrgð. Notaðar saumavélar af ýmsum tegundum...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
 
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...