Ferðamenn flykkjast til landsins

Norðurljósaferðir eru afar vinsælar meðal ferðamanna í ár.
Norðurljósaferðir eru afar vinsælar meðal ferðamanna í ár. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Það má segja að á undanförnum árum hafi Ísland yfir hátíðirn­ar orðið ný markaðsvara fyr­ir er­lenda ferðamenn,“ seg­ir Skapti Örn Ólafs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar. Um ell­efu þúsund er­lend­ir ferðamenn dvelja á Íslandi yfir hátíðirn­ar í ár og má gera ráð fyrir um 70% þeirra munu dvelja á suðvest­ur­horn­inu.

Hann seg­ir ferðamenn­ina fyrst og fremst koma til að skoða og upplifa ís­lenska nátt­úru. „Í ár hefur veðrið verið með ágætum og landið okkar skartað sínu fegursta. Þá má geta þess að höfuðborgin okkar Reykjavík er eina höfuðborgin í Evrópu sem er hvít í ár og það er ákveðinn bónus fyrir gestina okkar,“ segir Skapti Örn og bætir við að þúsund­ir er­lendra ferðamanna fari í hefðbundn­ar dags­ferðir á degi hverj­um og í ár hafa norður­ljósa­ferðirn­ar einnig verið vin­sæl­ar. 

Skapti Örn seg­ir opn­un­ar­tíma versl­ana og þjón­ustuaðila yfir jól og ára­mót hafa breyst mikið und­an­far­in ár. „Ísland fyr­ir tíu árum og Ísland í dag er tvennt ólíkt, nú eru sí­fellt fleiri staðir opn­ir yfir hátíðirn­ar. Ef Ísland ætl­ar að vera áfangastaður yfir þenn­an tíma þá fylg­ir því að vera með opið yfir hátíðirn­ar.“

Sam­kvæmt spá Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar er gert ráð fyr­ir að um 1,3 millj­ón­ir er­lendra ferðamanna muni hafa lagt komu sína til Ísland þegar árið 2015 verður gert upp. Skapti Örn seg­ir að um og yfir 20% vöxt­ur hafi orðið í ferðaþjón­ust­unni á ári hverju und­an­far­in ár. „Það sem við vilj­um sjá er auk­in dreif­ing ferðamanna yfir allt landið, ekki bara á sumr­in held­ur einnig yfir vetrartímann og ekki síst yfir jól og ára­mót.“

Fylgjast með sprengjuglöðum Íslendingum 

Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, tekur í sama streng og Skapti Örn og segir að töluverð aukning hafi orðið af ferðmönnum síðustu ár. „Það er ekki langt síðan við lokuðum hótelum yfir jólin, það hefur breyst mikið núna.“ Hann segir að í ár sé aðeins eitt af hótelum Íslandshótela lokað yfir hátíðirnar en áður fyrr hafi þau verið allt að þrjú.

Íslandshótel reka fimmtán hótel á Íslandi, Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum og Best Western Hótel Reykjavík, Hótel Reykjadalur auk Fosshótelanna sem staðsett eru hringinn í kringum landið.

Hann segir öll hótelin fullbókuð yfir áramótin en það hafi þau einnig verið í fyrra. „Munurinn er þó sá að nú erum við búið að fjölga hótelum þannig að það eru fleiri herbergi sem búið er að fylla.“ Hann segir erlenda ferðamenn flykkjast til landsins til að fylgjast með sprengjuglöðum Íslendingum halda áramótin hátíðleg auk þess sem áramótabrennur séu vinsælar.

Davíð segir að þó svo að verið sé að opna mörg ný hótel í miðbænum virðist það ekki hafa áhrif né koma niður á nýtingu annarra hótela.

Gintare Siniauskaite, starfsmaður CenterHotels, segir sömu söguna og þeir Skapti Örn og Davíð. Hún segir öll hótel CenterHotels fullbókuð yfir hátíðirnar eins og áður. Munurinn sé aftur á móti sá að nú séu fleiri hótel í notkun en áður. „Það er brjálað að gera og öll keðjan fullbókuð.“

Skapti Örn Ólafs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Samtaka ferðaþjón­ust­unn­ar.
Skapti Örn Ólafs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Samtaka ferðaþjón­ust­unn­ar.
mbl.is

Innlent »

Óvenjulegri ýsu landað á Skagaströnd

Í gær, 23:35 Það var óvenjuleg ein ýsan sem Onni Hu 36 landaði á Skagaströnd á dögunum. Hún er appelsínugul á litin með bleikum blæ og það vantar á hana svokallaða „kölskabletti" - svörtu blettina sem eru fremst á hliðarrákunum beggja megin á ýsu. Meira »

Gögn um fjármál þúsunda viðskiptavina

Í gær, 22:34 Glitnir lagði fram kröfu um lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, unna upp úr gögnum innan úr Glitni HoldCo ehf. vegna þess að taldar eru yfirgnæfandi líkur á því að í gögnum sé að finna upplýsingar um persónuleg fjárhagsmálefni þúsunda fyrrverandi viðskipta vina bankans. Meira »

Nálgunarbann eftir ítrekað ofbeldi

Í gær, 21:44 Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra mánaða nálgunarbann í Héraðsdómi Suðurlands. Rökstuddur grunur var uppi um að maðurinn hefði ítrekað beitt konu ofbeldi heimili hennar og í sex skipti brotið gegn fyrra nálgunarbanni. Meira »

Hyggjast leysa húsnæðisvandann

Í gær, 21:31 Áherslur flokkanna í húsnæðismálum fyrir komandi alþingiskosningar eru misjafnar ef skoðaðar eru heimasíður þeirra. Málaflokkurinn hefur verið mikið í umræðinu í þjóðfélaginu undanfarin misseri . Sérstaklega hefur verið rætt um erfiðleika ungs fólks við að komast inn á húsnæðismarkaðinn og hátt verð á leigumarkaðnum. Meira »

Ógnuðu öryggisverði með skotvopni

Í gær, 21:22 Fjórir einstaklingar voru handteknir á níunda tímanum í kvöld í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á atviki sem varð í verslun á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleytið í kvöld, þar sem öryggisverði var ógnað með skotvopni. Meira »

4-5 milljarða undir meðaltalinu

Í gær, 21:10 Þegar horft er til meðaltals á síðustu 15 árum yfir húsnæðisstyrki hvers konar sem hið opinbera veitir sést að í ár og í fyrra eru slíkir styrkir um 4-5 milljörðum undir meðaltali. Í ár setur hið opinbera í heild um 23 milljarða í húsnæðisstyrki. Meira »

Múlbindur Reykjavík Media og Stundina

Í gær, 20:36 „Í mínum huga er þetta mjög gróf aðför að lýðræðinu í landinu vegna þess að blaðamenn og blaðamennska á að snúast um það að fjalla um mál sem varða almannahagsmuni sama hver á í hlut,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Reykjavík Media. Meira »

„Almannahagsmunir klárlega yfirsterkari“

Í gær, 21:03 Þingmenn Pírata og Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni vegna lögbanns sýslubanns sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media unna úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Allir vilja fjölga hjúkrunarrýmum

Í gær, 20:32 Flestir fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru sammála um að auka þyrfti fé til uppbyggingar á hjúkrunarrýmum. Þetta kom fram í máli fulltrúa stjórnmálaflokkanna á málþingi um stefnu Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Ekki tilbúinn fyrir upptökur RÚV

Í gær, 20:29 Miðflokkurinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að flokknum þyki leitt að í málefnaþáttum, sem sýndir eru RÚV, hafi verið tilkynnt að Miðflokkurinn hafi hafnað þátttöku, án eðlilegra skýringa. Meira »

Uppskriftir að náttúruvænum lífsstíl

Í gær, 20:08 Bókin Betra líf án plasts fær hárin kannski ekki til að rísa á höfði fólks, en trúlega verður mörgum um og ó við lesturinn. Víða í bókinni eru hrollvekjandi staðreyndir um það hvernig gífurlegt magn plastúrgangs skaðar umhverfið, lífríkið og okkur sjálf. Góðu tíðindin eru þau að það er hægt að komast af án plasts. Meira »

Enginn séns og engin von hér á landi

Í gær, 19:44 „Eins mikið og mig langar að búa á Íslandi, ég elska Ísland og vil ekki fara frá mömmu sem er sjúklingur, þá erum við flutt til Danmerkur.“ Þetta sagði Guðný Ásta Tryggvadóttir, en hún var ein fjögurra kvenna sem fluttu erindi um upplifun sína af leigumarkaði á Húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs í dag. Meira »

Vara við notkun þráðlauss nets

Í gær, 19:42 Almennum notendum þráðlauss búnaðar s.s. tölva og farsíma er nú ráðlagt að forðast notkun þráðlauss nets tímabundið vegna alvarlegs veikleika sem hefur uppgötvast í WiFi-öryggisstaðlinum, WPA2, sem á að tryggja öfluga dulkóðun í þráðlausum netkerfum. Meira »

BÍ fordæmir lögbann á fréttaflutning

Í gær, 19:26 „Við mótmælum og fordæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslumaður eigi ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela.“ Meira »

Falsaðar undirskriftir hjá Miðflokknum

Í gær, 18:38 Sjö undirskriftir á einu meðmælendablaði sem skilað var inn fyrir Miðflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður voru falsaðar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu flokksins. Meira »

Kosningaefndir á „hraða snigilsins“

Í gær, 19:29 „Nánast í hverjum einustu kosningum undanfarna áratugi hefur þó ekki skort kosningaloforð til umbóta fyrir eldri borgara, en efndirnar hafa því miður verið á hraða snigilsins og virðist þá litlu skipta hvaða stjórnmálaflokkar hafa farið með völdin.“ Þetta segir Anna Birna Jensdóttir á málþingi SFV, um hver eigi að vera stefna Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

„Gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu“

Í gær, 19:11 „Ákvörðun sýslumanns um lögbann á umfjöllun um viðskipti þingmanns, sem nú er forsætisráðherra, er gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu í lýðræðisríki. Hún er einnig óréttlætanleg valdbeiting gegn stjórnarskrárbundnu tjáningarfrelsi.“ Meira »

Hefur áhyggjur af praktísku hliðinni

Í gær, 18:20 Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir að best hefði verið ef framsóknarmenn hefðu átt samtal við samtökin áður en þeir slógu fram jafnviðamikilli tillögu og svissnesku leiðinni í kosningaherferð sinni. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA -
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6: 4 weeks...
LOFTASTIGAR - PASSA Í LÍTIL OG STÓR OP
Tvískiptir eða þrískiptir fyrir allt að 300 cm hæð Mex ehf á Facebook > Mex byg...
 
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...