Ferðamenn flykkjast til landsins

Norðurljósaferðir eru afar vinsælar meðal ferðamanna í ár.
Norðurljósaferðir eru afar vinsælar meðal ferðamanna í ár. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Það má segja að á undanförnum árum hafi Ísland yfir hátíðirn­ar orðið ný markaðsvara fyr­ir er­lenda ferðamenn,“ seg­ir Skapti Örn Ólafs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar. Um ell­efu þúsund er­lend­ir ferðamenn dvelja á Íslandi yfir hátíðirn­ar í ár og má gera ráð fyrir um 70% þeirra munu dvelja á suðvest­ur­horn­inu.

Hann seg­ir ferðamenn­ina fyrst og fremst koma til að skoða og upplifa ís­lenska nátt­úru. „Í ár hefur veðrið verið með ágætum og landið okkar skartað sínu fegursta. Þá má geta þess að höfuðborgin okkar Reykjavík er eina höfuðborgin í Evrópu sem er hvít í ár og það er ákveðinn bónus fyrir gestina okkar,“ segir Skapti Örn og bætir við að þúsund­ir er­lendra ferðamanna fari í hefðbundn­ar dags­ferðir á degi hverj­um og í ár hafa norður­ljósa­ferðirn­ar einnig verið vin­sæl­ar. 

Skapti Örn seg­ir opn­un­ar­tíma versl­ana og þjón­ustuaðila yfir jól og ára­mót hafa breyst mikið und­an­far­in ár. „Ísland fyr­ir tíu árum og Ísland í dag er tvennt ólíkt, nú eru sí­fellt fleiri staðir opn­ir yfir hátíðirn­ar. Ef Ísland ætl­ar að vera áfangastaður yfir þenn­an tíma þá fylg­ir því að vera með opið yfir hátíðirn­ar.“

Sam­kvæmt spá Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar er gert ráð fyr­ir að um 1,3 millj­ón­ir er­lendra ferðamanna muni hafa lagt komu sína til Ísland þegar árið 2015 verður gert upp. Skapti Örn seg­ir að um og yfir 20% vöxt­ur hafi orðið í ferðaþjón­ust­unni á ári hverju und­an­far­in ár. „Það sem við vilj­um sjá er auk­in dreif­ing ferðamanna yfir allt landið, ekki bara á sumr­in held­ur einnig yfir vetrartímann og ekki síst yfir jól og ára­mót.“

Fylgjast með sprengjuglöðum Íslendingum 

Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, tekur í sama streng og Skapti Örn og segir að töluverð aukning hafi orðið af ferðmönnum síðustu ár. „Það er ekki langt síðan við lokuðum hótelum yfir jólin, það hefur breyst mikið núna.“ Hann segir að í ár sé aðeins eitt af hótelum Íslandshótela lokað yfir hátíðirnar en áður fyrr hafi þau verið allt að þrjú.

Íslandshótel reka fimmtán hótel á Íslandi, Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum og Best Western Hótel Reykjavík, Hótel Reykjadalur auk Fosshótelanna sem staðsett eru hringinn í kringum landið.

Hann segir öll hótelin fullbókuð yfir áramótin en það hafi þau einnig verið í fyrra. „Munurinn er þó sá að nú erum við búið að fjölga hótelum þannig að það eru fleiri herbergi sem búið er að fylla.“ Hann segir erlenda ferðamenn flykkjast til landsins til að fylgjast með sprengjuglöðum Íslendingum halda áramótin hátíðleg auk þess sem áramótabrennur séu vinsælar.

Davíð segir að þó svo að verið sé að opna mörg ný hótel í miðbænum virðist það ekki hafa áhrif né koma niður á nýtingu annarra hótela.

Gintare Siniauskaite, starfsmaður CenterHotels, segir sömu söguna og þeir Skapti Örn og Davíð. Hún segir öll hótel CenterHotels fullbókuð yfir hátíðirnar eins og áður. Munurinn sé aftur á móti sá að nú séu fleiri hótel í notkun en áður. „Það er brjálað að gera og öll keðjan fullbókuð.“

Skapti Örn Ólafs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Samtaka ferðaþjón­ust­unn­ar.
Skapti Örn Ólafs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Samtaka ferðaþjón­ust­unn­ar.
mbl.is

Innlent »

Mega flytja mjaldra til Eyja

Í gær, 21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

Í gær, 21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

Í gær, 21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

Í gær, 20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

Í gær, 20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

Í gær, 20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »

„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

Í gær, 19:36 Kristín Steinsdóttir rithöfundur á frumkvæði að gerð minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem var drepin í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797 og fékk síðar á sig illt orð í þjóðsögum. Meira »

„Risastór og akfeitur sigur“

Í gær, 19:50 „Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta.“ Meira »

Slasaðist á svifdreka við Hafravatn

Í gær, 19:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um sexleytið í kvöld til að aðstoða svifdrekaflugmann sem slasaðist í Hafrahlíð fyrir ofan Hafravatn. Meira »

Málaði minningarvegg um Bowie

Í gær, 19:15 Miðbærinn á Akranesi skartar nú vegglistaverki til minningar um tónlistarmanninn David Bowie. Verkið er framtak Björns Lúðvíkssonar, íbúa á Akranesi og mikils Bowie-aðdáanda. Björn fékk hugmyndina að veggnum í kjölfar andláts Bowies. Farið er að gera slíka minningarveggi víða um heim. Meira »

Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út

Í gær, 19:03 Hvorki fyrsti né ann­ar vinn­ing­ur gengu út í Vík­ingalottói kvölds­ins. Fyr­ir fyrsta vinn­ing voru í boði rúmir tveir millj­arðar króna, en um rúmlega 128 milljónir voru í boði fyr­ir ann­an vinn­ing. Meira »

Sveinbjörg Birna hættir í Framsókn

Í gær, 18:54 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hyggst hætta í Framsóknarflokknum. Meira »

Listnámið var hennar lán í óláni

Í gær, 18:35 Kristbjörg Ólafsdóttir var sextug þegar hún tók stúdentspróf frá sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík og 65 ára er hún útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands, eftir að hafa áður starfað við viðskipti og verslun lunga starfsævinnar. Meira »

69 ábendingar um óþef á einum degi

Í gær, 17:55 Yfir 400 ábendingar um meinta lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík hafa borist Umhverfisstofnun í ágúst. Um tugur ábendinga barst í dag en í gær voru þær margfalt fleiri eða 69. Verið er að keyra ofn verksmiðjunnar í gang aftur. Meira »

Leiðbeinendum fjölgar í grunnskólum

Í gær, 17:40 „Leiðbeinendum fjölgar í skólanum. Það þarf meiri slaka í þetta kerfi þannig að fólk með kennaramenntun geti farið á milli skólastiga og kennt,“ segir Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla. Meira »

Verði nýttur til uppbyggingar fyrir fatlaða

Í gær, 18:21 Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun fá nýtt hlutverk verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að lögum. Frumvarpið var til umræðu á fundi ríkisstjórnar í morgun. Meira »

Boða til auka-aðalfundar

Í gær, 17:53 „Okkur voru kynntar einhverjar lauslegar tillögur, þær eru ekki útfærðar og við erum náttúrlega bara að bíða eftir útfærslunni,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Meira »

Ljósanótt haldin í 18. skipti

Í gær, 17:15 Hjólbörutónleikar, Queen messa, árgangsgangan og bryggjuball með Bæjarstjórnarbandinu verða meðal viðburða á Ljósanótt í Reykjanesbæ þetta árið. Meira »
Hitakútar
Amerísk gæða framleiðsla. 30-450 lítrar. umboðsmenn um land allt. Rafvörur, Dal...
UTSALA TOYOTA RAV 4 MODEL 1995 TIL 2000 VARAHLUTIR
Framleiðandi-Toyota Tegund-Jeppi Ár-1995 Akstur-351.000 Eldsneyti-Bensín ...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Atvinna óskast
Starf óskast
Atvinna óskast Véliðnfræðingur / vél...