Finnbjörn hvílir á botninum í nótt

Ljósmynd/HalldórGj

Ákveðið hefur verið að hætta aðgerðum við höfnina í Bolungarvík og verður staðan tek­in klukkan tíu í fyrra­málið, en komið var að fiskibátnum Finnbirni ÍS sokknum í höfninni í morgun. 

Ekki er vitað hvað olli því að báturinn sökk en Ólafur Þ. Benediktsson, slökkviliðsstjóri í Bolungarvík, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að vélstjóri bátsins hafi seinast í gærkvöldi athugað með hann og var báturinn þá í góðu ástandi. Í morgun komu menn hins vegar að Finnbirni sokknum í höfninni.

Búið er að koma fyrir tveimur öflugum krönum við höfnina þar sem fiskibáturinn hvílir. Reyndu þeir, eftir að kafarar höfðu gert tilraun til þess að þétta skipið, að lyfta bátnum upp. Samhliða þessu var sjó dælt úr skipinu. Allt kom fyrir ekki og verður önnur tilaun til björgunar reynd á morgun.

„Það er mjög mikill leki og reyndum við að dæla og dæla en dælurnar höfðu ekki undan,“ segir Ólafur í samtali við mbl.is og bætir við: „Það streymir það mikill sjór inn í bátinn að við verðum að gera frekari ráðstafanir.“

Finnbjörn ÍS var samkvæmt skipaskrá smíðaður á Stykkishólmi árið 1987.

Fyrri frétt mbl.is:

Bátur sökk í Bolungarvíkurhöfn

Ljósmynd/HalldórGj
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert