Annað slys á nánast sama stað

Bíllinn er gjörónýtur eftir veltuna.
Bíllinn er gjörónýtur eftir veltuna. mbl.is/Albert Kemp

Lítil jeppabifreið fór fram af þverhnípi í sunnanverðum Fáskrúðsfirði í morgun. Ökumaður bifreiðarinnar var fluttur á sjúkrahús til skoðunar, en þetta er í annað skiptið á tveimur dögum sem ökumenn lenda í slysi á þessum slóðum.

Í gær var greint frá því á mbl.is að bílaleigubíll hafi snúist og runnið á 40-50 km hraða fram af þverhnípi, farið nokkrar veltur og hafnað í fjöru. Var sú bifreið á leið austur og sluppu farþegar hennar án teljandi meiðsla. Lögreglan segir bílaleigubílinn hafa verið á ónegld­um vetr­ar­dekkj­um sem máttu síns lítils í þeim aðstæðum sem þarna voru.

Saga þessi endurtók sig nú í morgun þegar ökumaður lítillar jeppabifreiðar missti stjórn í mikilli hálku með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Gerðist þetta um 150 metrum frá fyrri slysstað.

Ólíkt bílaleigubílnum þá var jeppabifreiðin á negldum dekkjum að sögn lögreglu og á suðurleið. Ökumaðurinn er talinn hafa sloppið án teljandi meiðsla.

Vegurinn hefur nú verið sandborinn en lögregla vill engu að síður brýna fyrir ökumönnum að fara varlega enda vegir nú víða mjög erfiðir yfirferðar vegna hálku. 

Fyrri frétt mbl.is:

Ótrúleg mildi að ekki fór verr

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert